Fótbolti

Dýrmætur sigur Magna á Haukum

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá Haukum.
Úr leik hjá Haukum. vísir/Ernir
Magni fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Haukum í Inkasso deildinni í dag og fengu Magnamenn því dýrmæt þrjú stig í botnbaráttunni.

 

Hvorugu liðinu hafði gengið vel fyrir leikinn í dag en bæði lið höfðu tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

 

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum og skiptust liðin á að sækja og fengu Haukar meðal annars dauðafæri á 37. mínútu þegar Arnar Aðalgeirsson slapp einn í gegn en náði ekki að skora.

 

Það voru hinsvegar Magnamenn sem tóku forystuna áður en flautað var til leikhlés en það var Lars Óli Jessen sem skoraði stórglæsilegt mark.

 

Í seinni hálfleiknum reyndu Haukar allt hvað þeir gátu til þess að jafna og náðu þeir því á 63. mínútu en það var Arnar Aðalgeirsson sem skoraði markið.

 

Magnamenn voru hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefa sigurinn frá sér og héldu áfram að sækja eftir þetta jöfnunarmark og skilaði það sér á 71. mínútu þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði og kom sínum mönnum yfir á nýjan leik.

 

Liðsmenn Hauka reyndu hvað þeir gátu að jafna á ný en allt kom fyrir ekki og fengu Magnamenn því dýrmæt þrjú stig í botnbaráttunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×