„Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 21:00 Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015. Skattar og tollar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015.
Skattar og tollar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira