Innlent

Tveimur kann að hafa verið byrlað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Eiistnaflugi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki að öðru leyti.
Frá Eiistnaflugi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Vísir(Gunnar
Lögregluna á Austurlandi grunar að tveimur konum hafi verið byrlað ólyfjan á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi, sem fram fór á Neskaupstað fyrr í sumar. Í dagbókarfærslu lögreglunnar, sem vísað er til á vef Austurfréttar, segir að konurnar hafi báðar leitað sér aðstoðar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað þar sem önnur þeirra var lögð inn.

Konurnar hafi báðar borið fyrir sig minnis- og máttleysi. Þar að auki hafi önnur þeirra verið með lágan blóðþrýsting og blóðsprungin augu.

Haft er eftir yfirlögregluþjóni á Austurlandi að mál sem þessu séu alvarleg - en að um leið séu þau erfið í rannsókn. Ekki bætir úr skák að rannsóknirnar eru dýrar, ásamt því að helmingunartími lyfjanna er skammur.

Eftir að fregnir bárust af hugsanlegri byrlun var ákveðið að auka sýnileika gæslunnar á hátíðinni. Auk byrlunarmálanna tveggja komu upp fimm minniháttar fíkniefnamál á Eistnaflugi ásamt því að ein líkamsárás var kærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×