Tvö börn meðal hinna látnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 21:30 Um 500 byggingar eru sagðar gjörónýtar eftir eldana. Vísir/Getty Tvö börn og langamma þeirra eru meðal þeirra fimm sem látið hafa lífið í miklum skógareldum sem nú geisa í norðurhluta Kaliforníuríkis.Áður hefur verið greint frá því að tveir slökkviliðsmenn hafi farist í eldunum. Sautján er saknað og tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Um 3.400 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi en aðstæður eru með versta móti því ákaflega heitt og þurrt er í norðurhluta Kaliforníu. Hvassviðri hefur þá blásið nýju lífi í skógareldana sem geisað hafa í rúma sex sólarhringa. Talið er að þeir hafi átt upptök sín í bifreið sem bilaði á þjóðvegi einum. Eldurinn barst undan vélarhlíf bílsins í nálæg tré og þaðan yfir um 194 ferkílómetra svæði - sem er á stærð við San Fransisco-borg. Móðir barnanna tveggja greindi frá því í samtali við þarlenda miðla að börnin, sem voru fjögurra og fimm ára gömul, hafi farist í eldunum ásamt langömmu þeirra. Þau hafi ætlað sér að yfirgefa heimili langömmunnar en orðið innlyksa. Langamman, hin sjötuga Melody Bledshoe, er sögð hafa hringt á neyðarlínuna þegar henni hafi verið orðið ljóst að eldurinn væri búinn að króa hana og börnin af. Hún á ekki að hafa náð að klára símtalið áður en heimili hennar varð eldinum fullkomlega að bráð. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur óskað eftir alríkisaðstoð svo að koma megi í veg fyrir hamfaraástand í ríkinu. Sérfræðingar segja að skógareldarnir séu einhverjir þeir verstu í áratugi. Skógareldar Tengdar fréttir Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Tvö börn og langamma þeirra eru meðal þeirra fimm sem látið hafa lífið í miklum skógareldum sem nú geisa í norðurhluta Kaliforníuríkis.Áður hefur verið greint frá því að tveir slökkviliðsmenn hafi farist í eldunum. Sautján er saknað og tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Um 3.400 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi en aðstæður eru með versta móti því ákaflega heitt og þurrt er í norðurhluta Kaliforníu. Hvassviðri hefur þá blásið nýju lífi í skógareldana sem geisað hafa í rúma sex sólarhringa. Talið er að þeir hafi átt upptök sín í bifreið sem bilaði á þjóðvegi einum. Eldurinn barst undan vélarhlíf bílsins í nálæg tré og þaðan yfir um 194 ferkílómetra svæði - sem er á stærð við San Fransisco-borg. Móðir barnanna tveggja greindi frá því í samtali við þarlenda miðla að börnin, sem voru fjögurra og fimm ára gömul, hafi farist í eldunum ásamt langömmu þeirra. Þau hafi ætlað sér að yfirgefa heimili langömmunnar en orðið innlyksa. Langamman, hin sjötuga Melody Bledshoe, er sögð hafa hringt á neyðarlínuna þegar henni hafi verið orðið ljóst að eldurinn væri búinn að króa hana og börnin af. Hún á ekki að hafa náð að klára símtalið áður en heimili hennar varð eldinum fullkomlega að bráð. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur óskað eftir alríkisaðstoð svo að koma megi í veg fyrir hamfaraástand í ríkinu. Sérfræðingar segja að skógareldarnir séu einhverjir þeir verstu í áratugi.
Skógareldar Tengdar fréttir Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37