Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 05:58 Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20
Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00