Fótboltinn kominn heim og á toppinn í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 14:19 Stuðningsmaður enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu. Vísir/Getty Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00
Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00