Markaðsdagur í Bolungarvík Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun