Greiðslubyrði fjölskyldna hér á landi hefur minnkað Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Hópur ungs fólks með neysluskuldir fer stækkandi. Umboðsmaður skuldara hefur áhyggjur og vill skoða þann hóp gaumgæfilega. VÍSIR/DANÍEL Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00
Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58
Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00