Erlent

Stýra umfjöllun um tollastríðið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP
Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu. Reuters greindi frá því í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Xi Jinping forseta hefði bannað ríkisfjölmiðlum að gagnrýna Trump.

„Í gagnrýni ykkar á gjörðir og málflutning Bandaríkjamanna skulið þið passa að tengja það ekki Trump sjálfum heldur beina því að bandarísku ríkisstjórninni í heild,“ segir til dæmis í minnisblaði með leiðbeiningum sem fjölmiðlar fengu sent. Sagði þar enn fremur að miðlarnir yrðu að hjálpa til við að koma stöðugleika á í kínverska hagkerfinu, stuðla að hagvexti, fullri atvinnu sem og stöðugleika í milliríkjaviðskiptum.

Viðmælandi Reuters, blaðamaður á stórum, ónefndum, kínverskum fréttavef, sagði reglurnar þær ströngustu til þessa. Miðillinn mætti eingöngu birta fréttir um tollastríðið sem þegar hefðu birst á ríkismiðlinum Xinhua, en ekki skrifa sínar eigin. Þá mættu fréttir um tollastríðið ekki fara á topp vefsíðunnar.

Ríkisstjórnin Kína sakaði Bandaríkjastjórn þó um að ganga fram af of mikilli hörku í gær og varaði við mótaðgerðum eftir að Bandaríkjastjórn innleiddi tíu prósent tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×