Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 18:52 Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni. Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni.
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira