Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 18:52 Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni. Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni.
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög