Ratcliffe góður gæi Guðmundur Edgarsson skrifar 13. júlí 2018 07:00 Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun