Þetta er sýning Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júlí 2018 08:00 Hjálmar flutti aftur til Ástralíu til að læra fjölbragðaglímu og tók yfirleitt þátt í sýningu á tveggja mánaða fresti. Draumurinn er að komast í WWE, á stærsta svið fjölbragðaglímunnar. Fréttablaðið/Ernir Hjálmar Marteinsson er 35 ára Íslendingur sem er fæddur í Ástralíu, leikari að atvinnu og búsettur þessa dagana á Þingeyri og er eini Íslendingurinn sem stundar fjölbragðaglímu (e. wrestling). Móðir hans er íslensk en faðir hans er ástralskur. Gengur hann undir nafninu Einar Ironside á sviði og lærði listina í Ástralíu þar sem hann tók þátt í hinum ýmsu sýningum. Var hann fulltrúi Íslands á sérstöku HM-fjölbragðaglímukvöldi í London í júní. „Þegar ég ólst upp í Ástralíu elskaði ég að fylgjast með fjölbragðaglímu, það var eitthvað við leikræna þáttinn sem dró mig í átt að því og mig dreymdi um að vinna við þetta. Þegar ég flutti fyrst til Íslands var ég alltaf að horfa á myndbönd og hugsa að ég þyrfti að láta drauminn rætast. Annars myndi ég sjá eftir því síðar að hafa ekki slegið til,“ segir Hjálmar sem flutti aftur til Ástralíu til að eltast við drauminn. „Það var enginn staður á Íslandi til að læra þetta svo ég flutti aftur til Ástralíu og æfði þar. Þar keppti ég yfirleitt á tveggja mánaða fresti og vann þess á milli sem leikari. Ég var búinn að ákveða að koma aftur til Íslands þegar þeir fóru að leita að íslenskum fjölbragðaglímukappa fyrir HM-þemakvöld í London. Ég átti aldrei von á að keppa fyrir hönd Íslands,“ sagði hann hlæjandi. „Það gekk bara vel, ég tapaði að vísu en það var kallað eftir því að ég kæmi aftur.“ Þrátt fyrir að þetta sé leikþáttur segir hann að það sé oft sem kvöldin séu sársaukafull. „Það er óumflýjanlegt að meiða sig í þessu, undirbúningurinn fer mikið í að læra að bregðast við höggum og byggja upp líkamlegan styrk. Ég hef fengið ljóta marbletti og ansi ljót og blóðug sár í hringnum,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Þú þarft að geta haldið áfram þegar kvöldin verða erfið, ef þú meiðist þarftu að halda áfram þar til í lokin. Ég lenti í því að rífa liðbönd í hnénu eitt kvöldið og þurfti að halda áfram, áhorfendurnir borguðu fyrir sýningu og þú vilt láta þá fá eitthvað fyrir peninginn. Tuttugu mínútum seinna, þegar adrenalínið var farið, þá gat ég varla labbað.“ Hann segist fá mismunandi viðbrögð þegar hann segist vera fjölbragðaglímukappi. „Það hefur ekki þótt mjög svalt að líka við fjölbragðaglímu en fólk sem skilur hugmyndina elskar þetta. Það hafa ekki margir á Íslandi sýnt þessu áhuga ef ég á að vera hreinskilinn. Fólk tekur þessu ekki alvarlega en þannig er lífið. Þetta er sýning, í raun eins og að fara í leikhús og ég hef unnið með alveg ótrúlega hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina.“ Hann ætlar að taka þátt í bardagakvöldum í Evrópu á næstunni en draumurinn er að komast í WWE í Bandaríkjunum einn daginn. „Það er draumurinn, þetta er lítið samfélag og ég kannast aðeins við aðila sem eru þar. Það eru yfirleitt aðilar frá þeim á flestum kvöldum og vonandi fæ ég að komast á reynslu þar einn daginn.“ Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira
Hjálmar Marteinsson er 35 ára Íslendingur sem er fæddur í Ástralíu, leikari að atvinnu og búsettur þessa dagana á Þingeyri og er eini Íslendingurinn sem stundar fjölbragðaglímu (e. wrestling). Móðir hans er íslensk en faðir hans er ástralskur. Gengur hann undir nafninu Einar Ironside á sviði og lærði listina í Ástralíu þar sem hann tók þátt í hinum ýmsu sýningum. Var hann fulltrúi Íslands á sérstöku HM-fjölbragðaglímukvöldi í London í júní. „Þegar ég ólst upp í Ástralíu elskaði ég að fylgjast með fjölbragðaglímu, það var eitthvað við leikræna þáttinn sem dró mig í átt að því og mig dreymdi um að vinna við þetta. Þegar ég flutti fyrst til Íslands var ég alltaf að horfa á myndbönd og hugsa að ég þyrfti að láta drauminn rætast. Annars myndi ég sjá eftir því síðar að hafa ekki slegið til,“ segir Hjálmar sem flutti aftur til Ástralíu til að eltast við drauminn. „Það var enginn staður á Íslandi til að læra þetta svo ég flutti aftur til Ástralíu og æfði þar. Þar keppti ég yfirleitt á tveggja mánaða fresti og vann þess á milli sem leikari. Ég var búinn að ákveða að koma aftur til Íslands þegar þeir fóru að leita að íslenskum fjölbragðaglímukappa fyrir HM-þemakvöld í London. Ég átti aldrei von á að keppa fyrir hönd Íslands,“ sagði hann hlæjandi. „Það gekk bara vel, ég tapaði að vísu en það var kallað eftir því að ég kæmi aftur.“ Þrátt fyrir að þetta sé leikþáttur segir hann að það sé oft sem kvöldin séu sársaukafull. „Það er óumflýjanlegt að meiða sig í þessu, undirbúningurinn fer mikið í að læra að bregðast við höggum og byggja upp líkamlegan styrk. Ég hef fengið ljóta marbletti og ansi ljót og blóðug sár í hringnum,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Þú þarft að geta haldið áfram þegar kvöldin verða erfið, ef þú meiðist þarftu að halda áfram þar til í lokin. Ég lenti í því að rífa liðbönd í hnénu eitt kvöldið og þurfti að halda áfram, áhorfendurnir borguðu fyrir sýningu og þú vilt láta þá fá eitthvað fyrir peninginn. Tuttugu mínútum seinna, þegar adrenalínið var farið, þá gat ég varla labbað.“ Hann segist fá mismunandi viðbrögð þegar hann segist vera fjölbragðaglímukappi. „Það hefur ekki þótt mjög svalt að líka við fjölbragðaglímu en fólk sem skilur hugmyndina elskar þetta. Það hafa ekki margir á Íslandi sýnt þessu áhuga ef ég á að vera hreinskilinn. Fólk tekur þessu ekki alvarlega en þannig er lífið. Þetta er sýning, í raun eins og að fara í leikhús og ég hef unnið með alveg ótrúlega hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina.“ Hann ætlar að taka þátt í bardagakvöldum í Evrópu á næstunni en draumurinn er að komast í WWE í Bandaríkjunum einn daginn. „Það er draumurinn, þetta er lítið samfélag og ég kannast aðeins við aðila sem eru þar. Það eru yfirleitt aðilar frá þeim á flestum kvöldum og vonandi fæ ég að komast á reynslu þar einn daginn.“
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira