Tímamótarannsókn gefur tilefni til bjartsýni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Fjölmenni var á ársþingi bandarískra fótlækna þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. KERECIS Niðurstöður nýrrar rannsóknar lækningavörufyrirtækisins Kerecis gefa aðstandendum fyrirtækisins tilefni til bjartsýni. Afurð fyrirtækisins reyndist umtalsvert betur en sú vara sem stærsta hlutdeild hefur á markaðnum nú. Kerecis, sem er á Ísafirði, var stofnað árið 2007 og hefur fyrirtækið unnið að rannsóknum sem miða að gerð stoðefna til að hámarka vöxt frumna. Fyrirtækið hefur framleitt og selt svokallað sáraroð, sem unnið er úr þorskroði sem fellur til við fiskvinnslu á Vestfjörðum, sem notað er til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Roðið er lagt ofan í skemmdan vef og vaxa þá frumur líkamans inn í roðið. Vörur Kerecis hafa meðal annars verið notaðar af Bandaríkjaher til að meðhöndla skot- og brunasár. Helsti keppinautur Kerecis er sáravaran EpiFix. Sú er unnin úr fósturbelgjum nýbura. Í rannsókninni nú voru tvö fullþykktarsár, það er sár sem ná í gegnum bæði lög húðarinnar, gerð á 85 sjálfboðaliða. Annað sárið var meðhöndlað með sáraroði Kerecis en hitt með EpiFix. Fylgst var með reglulegum hætti með því hvernig sárin tvö greru á hverjum og einum og gaf sáraroðið mun betri raun. Tveimur vikum eftir að sárin voru gerð höfðu 68 prósent fleiri sáraroðssár gróið samanborið við EpiFix sárin. Fjórum dögum síðar voru þau 83 prósent fleiri. Við rannsóknarlok voru tvöfalt fleiri fósturbelgssár ógróin samanborið við þau sem meðhöndluð voru með sáraroði.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis.KERECIS„Þessi tímamótarannsókn skapar mikil sóknarfæri fyrir okkur, á markaði sem veltir um 130 milljörðum króna á ári. Hún staðfestir hve íslenskt sáraroð er góð lækningavara, auk þess að vera hagkvæm og einföld í notkun. Framboðið af hráefni til framleiðslunnar er nægt, ólíkt því sem gerist hjá okkar helstu keppinautum, og það eru engar menningar- eða trúarlegar hindranir fyrir notkun á vörunni sem kemur úr sjálfbærum fiskistofni í tandurhreinum sjó,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis. Vöxtur Kerecis undanfarin ár hefur verið gífurlegur. Í fyrra fjórfölduðust sölutekjur fyrirtækisins og að sögn Guðmundar stefnir allt í það að sagan endurtaki sig í ár. Áætlanir gera ráð fyrir því að sölutekjurnar verði nálægt milljarði króna á þessu ári. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar um helgina á ársþingi bandarískra fótlækna, það er lækna sem sérhæfa sig í sárum á fótleggjum. Guðmundur segir að viðbrögðin frá læknunum hafi verið jákvæð og rannsóknin vakið mikla athygli. „Vörur okkar eru mest notaðar í að meðhöndla sykursýkissár. Þegar þau hafa orðið stór hefur eina leiðin oft verið að aflima sjúklinginn. Það er mikill vöxtur í fjölgun sykursýkissjúklinga og við trúum að vörur okkar geti bætt lífsgæði þeirra og komið í veg fyrir að grípa þurfi til aflimana,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kerecis hlýtur 100 milljóna fjárframlag Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samninga í þriðja sinn við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fyrirtækið fær 100 milljónir. Kerecis opnaði nýverið skrifstofu í Washington DC. 19. október 2016 10:15 Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Lækningafyrirtækið Kerecis og lyfjafyrirtækið Alvogen hafa gengið til samstarfs um sölu sáraroðs í þremur Asíulöndum. Alvogen mun selja vörur Kerecis til sjúkrahúsa. Um 60% aflimana í álfunni er vegna sykursýki. 15. apríl 2017 07:00 Kerecis selur skuldabréf fyrir 300 milljónir króna Lækningavörufyrirtækið Kerecis seldi fyrir áramót skuldabréf með breytirétti fyrir 300 milljónir króna til hluthafa félagsins. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar lækningavörufyrirtækisins Kerecis gefa aðstandendum fyrirtækisins tilefni til bjartsýni. Afurð fyrirtækisins reyndist umtalsvert betur en sú vara sem stærsta hlutdeild hefur á markaðnum nú. Kerecis, sem er á Ísafirði, var stofnað árið 2007 og hefur fyrirtækið unnið að rannsóknum sem miða að gerð stoðefna til að hámarka vöxt frumna. Fyrirtækið hefur framleitt og selt svokallað sáraroð, sem unnið er úr þorskroði sem fellur til við fiskvinnslu á Vestfjörðum, sem notað er til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Roðið er lagt ofan í skemmdan vef og vaxa þá frumur líkamans inn í roðið. Vörur Kerecis hafa meðal annars verið notaðar af Bandaríkjaher til að meðhöndla skot- og brunasár. Helsti keppinautur Kerecis er sáravaran EpiFix. Sú er unnin úr fósturbelgjum nýbura. Í rannsókninni nú voru tvö fullþykktarsár, það er sár sem ná í gegnum bæði lög húðarinnar, gerð á 85 sjálfboðaliða. Annað sárið var meðhöndlað með sáraroði Kerecis en hitt með EpiFix. Fylgst var með reglulegum hætti með því hvernig sárin tvö greru á hverjum og einum og gaf sáraroðið mun betri raun. Tveimur vikum eftir að sárin voru gerð höfðu 68 prósent fleiri sáraroðssár gróið samanborið við EpiFix sárin. Fjórum dögum síðar voru þau 83 prósent fleiri. Við rannsóknarlok voru tvöfalt fleiri fósturbelgssár ógróin samanborið við þau sem meðhöndluð voru með sáraroði.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis.KERECIS„Þessi tímamótarannsókn skapar mikil sóknarfæri fyrir okkur, á markaði sem veltir um 130 milljörðum króna á ári. Hún staðfestir hve íslenskt sáraroð er góð lækningavara, auk þess að vera hagkvæm og einföld í notkun. Framboðið af hráefni til framleiðslunnar er nægt, ólíkt því sem gerist hjá okkar helstu keppinautum, og það eru engar menningar- eða trúarlegar hindranir fyrir notkun á vörunni sem kemur úr sjálfbærum fiskistofni í tandurhreinum sjó,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis. Vöxtur Kerecis undanfarin ár hefur verið gífurlegur. Í fyrra fjórfölduðust sölutekjur fyrirtækisins og að sögn Guðmundar stefnir allt í það að sagan endurtaki sig í ár. Áætlanir gera ráð fyrir því að sölutekjurnar verði nálægt milljarði króna á þessu ári. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar um helgina á ársþingi bandarískra fótlækna, það er lækna sem sérhæfa sig í sárum á fótleggjum. Guðmundur segir að viðbrögðin frá læknunum hafi verið jákvæð og rannsóknin vakið mikla athygli. „Vörur okkar eru mest notaðar í að meðhöndla sykursýkissár. Þegar þau hafa orðið stór hefur eina leiðin oft verið að aflima sjúklinginn. Það er mikill vöxtur í fjölgun sykursýkissjúklinga og við trúum að vörur okkar geti bætt lífsgæði þeirra og komið í veg fyrir að grípa þurfi til aflimana,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kerecis hlýtur 100 milljóna fjárframlag Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samninga í þriðja sinn við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fyrirtækið fær 100 milljónir. Kerecis opnaði nýverið skrifstofu í Washington DC. 19. október 2016 10:15 Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Lækningafyrirtækið Kerecis og lyfjafyrirtækið Alvogen hafa gengið til samstarfs um sölu sáraroðs í þremur Asíulöndum. Alvogen mun selja vörur Kerecis til sjúkrahúsa. Um 60% aflimana í álfunni er vegna sykursýki. 15. apríl 2017 07:00 Kerecis selur skuldabréf fyrir 300 milljónir króna Lækningavörufyrirtækið Kerecis seldi fyrir áramót skuldabréf með breytirétti fyrir 300 milljónir króna til hluthafa félagsins. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kerecis hlýtur 100 milljóna fjárframlag Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samninga í þriðja sinn við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fyrirtækið fær 100 milljónir. Kerecis opnaði nýverið skrifstofu í Washington DC. 19. október 2016 10:15
Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Lækningafyrirtækið Kerecis og lyfjafyrirtækið Alvogen hafa gengið til samstarfs um sölu sáraroðs í þremur Asíulöndum. Alvogen mun selja vörur Kerecis til sjúkrahúsa. Um 60% aflimana í álfunni er vegna sykursýki. 15. apríl 2017 07:00
Kerecis selur skuldabréf fyrir 300 milljónir króna Lækningavörufyrirtækið Kerecis seldi fyrir áramót skuldabréf með breytirétti fyrir 300 milljónir króna til hluthafa félagsins. 5. janúar 2018 07:00