Viðskipti innlent

Heimkaup borgi 200 þúsund

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Höfuðstöðvar Heimkaup í Kópavogi
Höfuðstöðvar Heimkaup í Kópavogi Vísir
Neytendastofa hefur gert Wedo ehf., rekstraraðila Heimkaupa, 200 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa vörur sínar „Tax Free“ án þess að tilgreina raunverulegan prósentuafslátt.

Í maí auglýsti Heimkaup Tax Free daga hjá sér. Í athugasemdum rekstraraðila segir að fyrir mistök hafi gleymst að tilgreina að það fæli í sér afslátt sem næmi nítján prósentum.

Neytendastofa taldi ekki fullnægjandi að vísa til þess að um væri að ræða afslátt sem samsvari afnámi virðisaukaskatts. Framsetningin hafi verið ósanngjörn gagnvart neytendum og fæli í sér villandi upplýsingar um verð og veittan afslátt.

Þetta er í annað sinn sem Neytendastofa hefur afskipti af Heimkaupum vegna Tax Free auglýsinga. Fyrra skiptið var í febrúar 2015. Ekkert var aðhafst þá en tilmælum beint til þeirra að gæta að þessu í framtíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×