Robbie Williams og kona hans, Ayda Field munu verða dómarar í nýjustu seríu af X Factor þáttunum í Bretlandi. Serían sem hefur göngu sína í haust er sú fimmtánda í röðinni. Ásamt þeim verður One Direction stjarnan Louis Tomlinson einnig dómari en One Direction lenti í þriðja sæti í X Factor árið 2010.
Sharon Osbourne mun einnig vera dómari í nokkrum þáttum til þess að hlaupa í skarðið fyrir Williams þegar hann verður á tónleikaferðalagi. Simon Cowell greindi frá þessu í gær og mun tríóið koma saman í fyrsta skipti á blaðamannafundi í London í dag eftir margra vikna samningaviðræður.

