Lífið

Frumsýning á Vísi: MIMRA sendir frá sér myndband við lagið Sinking Island

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Ein af þeim 3000 myndum sem eru í myndbandinu.
Ein af þeim 3000 myndum sem eru í myndbandinu. Aðsend/MIMRA
Tónlistarkonan María Magnúsdóttir sem gengur undir listamannsheitinu MIMRA sendi frá sér nýtt myndband við lagið Sinking Island. Lagið er af samnefndri plötu sem kom út seint á síðasta ári. María segir að þetta sé meira en bara tónlistarmyndband og að hún hugsi um þetta frekar sem stuttmynd.

Myndbandið er unnið gegnum svokallaða stop motion tækni og er þar af leiðandi ekki unnið á hefðbundinn hátt heldur eingöngu úr ljósmyndum. 10 rammar eru á hverri sekúndum og eru um 3000 ljósmyndir í myndbandinu sem er fimm mínútna langt.

Gerð myndbandsins var í höndum Andvara þar sem Guðný Rós Þórhallsdóttir sá um leikstjórn og Birta Rán Björgvinsdóttir og Arnór Einarsson sáu um upptökur. Stílisti var Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og sá hún einnig um förðun.

Myndbandið má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×