Búvöruframleiðsla og misvægi atkvæða Þröstur Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 07:00 Viðtal við Guðrúnu Stefánsdóttur bóndakonu úr Fljótshlíðinni í Fréttablaðinu 7. júní sl. var í senn fróðlegt og átakanlegt. Minnti mig á flutning foreldra minna úr annarri sveit á öðrum tíma. Jörðin, búsmalinn og starfið hnýtast þétt saman. Ef eitt brestur riðlast hitt. Sársaukinn var áþreifanlegur. Ástæða flóttans var afkomuleysi starfans. Enn einn sauðfjárbóndinn bregður búi. Fróðlegt var viðtalið því í máli Guðrúnar komu fram áhugaverðar mótsagnir. Hún skellir skuldinni á afurðastöðvarnar, sem ekki borgi lífvænlegt verð fyrir afurðirnar, en segir jafnframt: „Þeir (afurðastöðvarnar, innsk. ÞÓ.) segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verðlaunað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og greiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takt við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð.“ Hér er bæði talað og hugsað skýrt. Aðalatriðið er of mikil kindakjötsframleiðsla, þess vegna borga afurðastöðvarnar lágt verð. Þegar offramboð helst í hendur við afurðarýran atvinnuveg, þá fer óhjákvæmilega illa. Sauðkindin er afurðarýr skepna. Framleiðir á bilinu 20-35 kg af beinakjöti árlega. Aðeins hirðingjaþjóðir í fátækum löndum eða á svæðum þar sem landnæði er nánast óendanlegt gera sauðfjárbúskap að burðarási afkomunnar. Ef sauðfjárbúskapur á að verða atvinnuvegur sem skilar bændum bjargálna kjörum verður að snúa af þessari útflutnings- og offramleiðslubraut. Niðurgreiðsla á útflutningi kindakjöts, svo ekki sé talað um kolefnissporið sem hann veldur, varir ekki til frambúðar.Sagan og þróunin Grunnhugsun landbúnaðarkerfisins er sú að sneiða hjá „lögmálum markaðsins“ og framleiða óháð eftirspurn. Sú aðferð að binda sauðfjárbændur á klafa offramleiðslustefnu, sem síðan þarf að skera úr snörunni með viðbótar framlögum úr ríkissjóði, er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra stjórnmálaflokka sem styðja þetta rangsnúna kerfi. Það er þessi forysta sem hefur brugðist. Gamla bændasamfélagið, staðnað og valdbeitingarsjúkt, ríkti hér um aldir. Ekkert óttuðust stórbændur og embættismenn þeirra tíma frekar en breytingar. Þeir voru sáttir við þau völd sem óbreytt ástand færði þeim. Sérhverri tilraun til breytinga var harðlega refsað. Ánauð og réttindaleysi vinnufólks og smábænda hér var algjört. Vistarbandið sá til þess að hér á landi mynduðust engir markaðir. Fólki var meinað að setjast að og mynda þéttbýli, samfélag. Hér ríkti þar að auki bann við verslun við útlendinga, aðra en danska kaupmenn, sem höfðu öll skiptakjör i hendi sér. Markaðir eru afkvæmi samfélaga. Þar skiptast menn á hugmyndum, kaupa og selja afurðir, vinna úr og koma á framfæri þekkingarbrotum og margvíslegum upplýsingum, einnig vinnu. Markaðir eru aflvakar framfara og þróunar. Þeir urðu ekki til hér á landi fyrr en síðla á nítjándu öld. Bændur, ekki frekar en flestir aðrir landsmenn, þekktu því ekki markaðsviðskipti. Hugmyndafræði gegn staðreyndum Með tilkomu frjálsrar verslunar og síðar viðskipta var ljóst að landbúnaðurinn, sem var þá yfirburða stærsti atvinnuvegurinn, myndi þurfa að breytast. Búskaparhættirnir lentu í vörn, gátu ekki keppt um vinnuafl við aðra atvinnuvegi. Með lagasetningu var beinlínis komið í veg fyrir stórbúskap í landinu. Hugmyndafræði Framsóknarflokksins, öflugasta flokksins, var sú að snúast gegn breytingum í landbúnaðarmálum, snúa vörn í sókn og beita ríkisvaldinu til að vernda hefðbundnar búgreinar. Taka átti markaðskerfið úr sambandi. Róið var andsælis tímans straumi. Pólitískan styrk Framsóknarflokksins mátti ekki síst rekja til mikils misvægis atkvæða eftir búsetu. Þeir neituðu að horfast í augu við breytta tíma og vildu framlengja yfirvöld bændastéttarinnar í landsmálum til að halda í horfinu. Þarna hófst vandinn. Því urðu atkvæði í dreifbýli að vega þyngra en á mölinni. Þetta leiddi m.a. til þess að landbúnaðurinn var styrktur og framleiðsla aukin langt umfram innanlandsþarfir. Það kallaði svo á ríkisstyrktan útflutning með fyrrgreindum afleiðingum sem vitnað er til hér að framan. Þetta misvægi atkvæða og landbúnaðarstefna byggð á því, hefur snúist gegn hagsmunum landbúnaðarins, og þar með sveitanna, sem ekki fá að aðlaga sig breyttum tímum eins og aðrar atvinnugreinar. Stjórnmálamenn vilja nefnilega ekki sleppa þessum fengsælu miðum til að treysta völd sín, óháð því hvort það gagnist þeim sem þar lifa og starfa.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðtal við Guðrúnu Stefánsdóttur bóndakonu úr Fljótshlíðinni í Fréttablaðinu 7. júní sl. var í senn fróðlegt og átakanlegt. Minnti mig á flutning foreldra minna úr annarri sveit á öðrum tíma. Jörðin, búsmalinn og starfið hnýtast þétt saman. Ef eitt brestur riðlast hitt. Sársaukinn var áþreifanlegur. Ástæða flóttans var afkomuleysi starfans. Enn einn sauðfjárbóndinn bregður búi. Fróðlegt var viðtalið því í máli Guðrúnar komu fram áhugaverðar mótsagnir. Hún skellir skuldinni á afurðastöðvarnar, sem ekki borgi lífvænlegt verð fyrir afurðirnar, en segir jafnframt: „Þeir (afurðastöðvarnar, innsk. ÞÓ.) segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verðlaunað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og greiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takt við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð.“ Hér er bæði talað og hugsað skýrt. Aðalatriðið er of mikil kindakjötsframleiðsla, þess vegna borga afurðastöðvarnar lágt verð. Þegar offramboð helst í hendur við afurðarýran atvinnuveg, þá fer óhjákvæmilega illa. Sauðkindin er afurðarýr skepna. Framleiðir á bilinu 20-35 kg af beinakjöti árlega. Aðeins hirðingjaþjóðir í fátækum löndum eða á svæðum þar sem landnæði er nánast óendanlegt gera sauðfjárbúskap að burðarási afkomunnar. Ef sauðfjárbúskapur á að verða atvinnuvegur sem skilar bændum bjargálna kjörum verður að snúa af þessari útflutnings- og offramleiðslubraut. Niðurgreiðsla á útflutningi kindakjöts, svo ekki sé talað um kolefnissporið sem hann veldur, varir ekki til frambúðar.Sagan og þróunin Grunnhugsun landbúnaðarkerfisins er sú að sneiða hjá „lögmálum markaðsins“ og framleiða óháð eftirspurn. Sú aðferð að binda sauðfjárbændur á klafa offramleiðslustefnu, sem síðan þarf að skera úr snörunni með viðbótar framlögum úr ríkissjóði, er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra stjórnmálaflokka sem styðja þetta rangsnúna kerfi. Það er þessi forysta sem hefur brugðist. Gamla bændasamfélagið, staðnað og valdbeitingarsjúkt, ríkti hér um aldir. Ekkert óttuðust stórbændur og embættismenn þeirra tíma frekar en breytingar. Þeir voru sáttir við þau völd sem óbreytt ástand færði þeim. Sérhverri tilraun til breytinga var harðlega refsað. Ánauð og réttindaleysi vinnufólks og smábænda hér var algjört. Vistarbandið sá til þess að hér á landi mynduðust engir markaðir. Fólki var meinað að setjast að og mynda þéttbýli, samfélag. Hér ríkti þar að auki bann við verslun við útlendinga, aðra en danska kaupmenn, sem höfðu öll skiptakjör i hendi sér. Markaðir eru afkvæmi samfélaga. Þar skiptast menn á hugmyndum, kaupa og selja afurðir, vinna úr og koma á framfæri þekkingarbrotum og margvíslegum upplýsingum, einnig vinnu. Markaðir eru aflvakar framfara og þróunar. Þeir urðu ekki til hér á landi fyrr en síðla á nítjándu öld. Bændur, ekki frekar en flestir aðrir landsmenn, þekktu því ekki markaðsviðskipti. Hugmyndafræði gegn staðreyndum Með tilkomu frjálsrar verslunar og síðar viðskipta var ljóst að landbúnaðurinn, sem var þá yfirburða stærsti atvinnuvegurinn, myndi þurfa að breytast. Búskaparhættirnir lentu í vörn, gátu ekki keppt um vinnuafl við aðra atvinnuvegi. Með lagasetningu var beinlínis komið í veg fyrir stórbúskap í landinu. Hugmyndafræði Framsóknarflokksins, öflugasta flokksins, var sú að snúast gegn breytingum í landbúnaðarmálum, snúa vörn í sókn og beita ríkisvaldinu til að vernda hefðbundnar búgreinar. Taka átti markaðskerfið úr sambandi. Róið var andsælis tímans straumi. Pólitískan styrk Framsóknarflokksins mátti ekki síst rekja til mikils misvægis atkvæða eftir búsetu. Þeir neituðu að horfast í augu við breytta tíma og vildu framlengja yfirvöld bændastéttarinnar í landsmálum til að halda í horfinu. Þarna hófst vandinn. Því urðu atkvæði í dreifbýli að vega þyngra en á mölinni. Þetta leiddi m.a. til þess að landbúnaðurinn var styrktur og framleiðsla aukin langt umfram innanlandsþarfir. Það kallaði svo á ríkisstyrktan útflutning með fyrrgreindum afleiðingum sem vitnað er til hér að framan. Þetta misvægi atkvæða og landbúnaðarstefna byggð á því, hefur snúist gegn hagsmunum landbúnaðarins, og þar með sveitanna, sem ekki fá að aðlaga sig breyttum tímum eins og aðrar atvinnugreinar. Stjórnmálamenn vilja nefnilega ekki sleppa þessum fengsælu miðum til að treysta völd sín, óháð því hvort það gagnist þeim sem þar lifa og starfa.Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar