Omega 3 gagnast ekki gegn hjartasjúkdómum samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:25 Ekki víst að allir Íslendingar verði sáttir viður niðurstöðurnar þrátt fyrir stórt úrtak sem nemur tæpum þriðjungi þjóðarinnar Vísir/Getty Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu. Vísindi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu.
Vísindi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira