Omega 3 gagnast ekki gegn hjartasjúkdómum samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:25 Ekki víst að allir Íslendingar verði sáttir viður niðurstöðurnar þrátt fyrir stórt úrtak sem nemur tæpum þriðjungi þjóðarinnar Vísir/Getty Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu. Vísindi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu.
Vísindi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira