

Frosin stjórnsýsla
Á síðastliðnu ári kvað EFTA-dómstóllinn upp hinn rökrétta dóm að hérlend frystiskylda fæli í sér ótvírætt brot gegn EES-skuldbindingum íslenska ríkisins. Var dómurinn í fullu samræmi við röksemdir SVÞ í kvörtun sinni til ESA. Þrátt fyrir veruleg fjárútlát í vörn sinni tókst íslenska ríkinu ekki að sýna fram á nein rök fyrir umræddum innflutningshöftum. Á góðri og kjarnyrti íslensku kallaðist þessi sneypuför stjórnvalda fyrir dómstólnum heimaskítsmát hvað varðar grundvöll fyrir þessum höftum á starfsumhverfi verslana og valfrelsi neytenda.
Þrátt fyrir ljúf loforð stjórnvalda gagnvart ESA um að bæta úr þessum ágöllum og aflétta umræddum höftum hafa stjórnvöld enn ekki gripið til slíkra aðgerða átta mánuðum frá því að dómur féll í málinu. Í átta mánuði hafa stjórnvöld verið meðvituð um eigin sök án þess að hafa sýnt vilja í verki til að bæta hér úr. Er svo komið að ekki eingöngu þolinmæði neytenda og verslana er á þrotum heldur einnig þolinmæði ESA. Hefur stofnunin nú gefið stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember á síðasta ári.
Nú dugar ekkert fyrir hérlend stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus og krossleggja fingur um að þetta reddist heldur þarf að bretta upp ermar og ráðast í þær breytingar sem gera þarf til að uppfylla skyldur ríkisins. Sofandaháttur stjórnvalda í þessu máli má ekki viðgangast mikið lengur og er það skýr krafa verslunar og neytenda að stjórnvöld virði þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist, hvort sem það eru samningar eða dómar.
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Skoðun

Misskilningur frú Sæland
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja?
Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Magnús Jónsson skrifar

Öll börn eiga rétt á öryggi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Haraldur Ólafsson skrifar

Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Tannheilsa skiptir höfuð máli
Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar

Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins
Viðar Halldórsson skrifar

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun
Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar

125 hjúkrunarrými til reiðu
Aríel Pétursson skrifar

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Værum öruggari utan Schengen
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum
Ingrid Kuhlman skrifar

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Byggð á Geldinganesi?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Að toga í sömu átt
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Ólafur Stephensen skrifar

„Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“
Nichole Leigh Mosty skrifar

Mikil tækifæri í Farsældartúni
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Sameinuð gegn landamæraofbeldi
Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar

Hágæðaflug til Ísafjarðar
Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar

Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af!
Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar