Kawhi Leonard til Raptors í skiptum fyrir DeRozan Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 08:00 San Antonio bíður DeRozan vísir/getty Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira