Innlent

Foreldri veittist að sjálfboðaliðum Símamótsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Símamótinu í fyrra.
Frá Símamótinu í fyrra. Vísir/vilhelm
Til handalögmála kom á Símamótinu í knattspyrnu sem fram fór í Kópavogi um síðustu helgi. Foreldri, sem lagt hafði bíl sínum ólöglega á mótsvæðinu, brást ókvæða við þegar sjálfboðaliðar sem störfuðu á mótinu báðu hann um að færa bifreiðina.

Við það reiddist foreldrið og veittist að sjálfboðaliðunum. Var þá hringt á lögreglu sem mætti á svæðið og sektaði foreldrið.

Að sögn Gunnar Hilmarssonar, aðalvarðstjóra í Kópavogi, var foreldrið ósátt við sektina og ók rakleiðs af mótsvæðinu eftir að lögreglan hafði skorist í leikinn.

Hvorki foreldrið né sjálfboðaliðar eru talin hafa slasast í áflogunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×