Fótbolti

Þjálfari Rosenborg rekinn daginn eftir að leggja Valsmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kåre Ingebrigtsen er orðinn atvinnulaus.
Kåre Ingebrigtsen er orðinn atvinnulaus. vísir/getty
Noregsmeistarar Rosenborg hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16.45 að íslenskum tíma vegna brottreksturs Kåre Ingebrigtsen, þjálfara liðsins. Frá þessu greinir félagið á heimasíðu sinni.

Þetta gerist aðeins einum degi eftir að Rosenborg rétt komst í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í seinni leik liðanna. Markið sem kom Rosenborg áfram var heldur betur umdeilt og mega Noregsmeistararnir teljast heppnir að hafa komist áfram.

Rosenborg er í toppbaráttunni að vanda í norsku úrvalsdeildinni með 33 stig, tveimur stigum á eftir Brann þegar að helmingurinn af mótinu er eftir. Þrátt fyrir það er búið að sparka Ingebrigtsen.

Hann tók við Rosenborgar-liðinu árið 2014 þegar að stórveldið í Þrándheimi var ekki búið að vinna Noregsmeistaratitilinn síðan 2010. Hann sneri við gengi liðsins og vann deildina 2015, 2016 og 2017 eða öll árin sem hann hefur stýrt liðinu.

Kåre Ingebrigtsen verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus en þessi 52 ára gamli þjálfari var áður aðstoðarþjálfari VIking og aðalþjálfari Bodö/Glimt og Ranheim.

Matthías Vilhjálmsson er leikmaður Rosenborgar og fær nú nýjan þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×