Innlent

Með afsagaða haglabyssu í stolnum bíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Í bílnum fundust fíkniefni og byssa sem búið var að stytta hlaupið og skeftið á.
Í bílnum fundust fíkniefni og byssa sem búið var að stytta hlaupið og skeftið á. Vísir/eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í morgun par sem var á stolnum bíl. Í bílnum fundust fíkniefni og byssa sem búið var að stytta hlaupið og skeftið á. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar koma þó engar frekari upplýsingar fram.

Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað úr verslun við Laugarveg um klukkan fimm í dag. Þjófurinn var á vettvangi og var honum sleppt eftir skýrslutöku. Skömmu seinna fóru sömu lögreglumenn á kaffihús þar sem síma hafði verið stolið.

Eigandi símans gat rakið hann og kom í ljós að þjófurinn var sá sami og hafði stolið úr versluninni skömmu áður. Var hann handtekinn í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×