Segir ólykt af FRET-frumvarpi forsetans Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 06:22 Það blæs um Donald Trump og eiginkonu hans Melaniu. Vísir/getty Fregnir af því að Donald Trump hafi í hyggju að draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og innleiða þess í stað nýja löggjöf hafa vakið töluverða kátínu. Úrsögnin sjálf telst þó ekkert sérstaklega fyndin - þvert á móti telja margir að hún gæti haft neikvæð áhrif á bandarískan efnahag - heldur er það nafn hinnar nýrru löggjafar sem kveikt hefur í netverjum.Vefsíðan Axios greindi frá því að hún hefði undir höndum uppkast að nýju löggjöfinni, sem fengið hefði nafnið Fair and Reciprocal Tariff Act, sem í lauslegri og lélegri þýðingu blaðamanns væri Frjálsari, Réttlátari og Endurgjaldandi Tollalöggjöfin. Nafnið sjálft telst harla hefðbundið vestanhafs - en skammstöfun löggjafarinnar er þó sögð einstaklega óheppileg: FART, eða FRET á íslensku. Löggjöfin, sem sögð er fela í sér fyrrnefnda úrsögn ásamt heimild fyrir forsetann til að setja og afnema tolla eftir eigin höfði - án þess að bera þá undir þingið - myndi gjörbreyta stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðaviðskiptanna. Hinn skammlífi talsmaður Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, segir þannig að innleiðing löggjafarinnar myndi bitna á bandarískum neytendum. Hann hvetur fyrrverandi vinnuveitendur sína til að hverfa frá vegferð sinni í efnahagsmálum - sem einkennist af einangrunarhyggju og tollahækkunum. Hann, rétt eins og hundruð annarra netverja, getur heldur ekki hamið sig við að grínast með nafngift löggjafarinnar. Hann segir einfaldlega að það sé „ólykt“ af henni.WTO has its flaws, but the “United States Fair and Reciprocal Tariff Act," aka the U.S. FART Act, stinks. American consumers pay for tariffs. Time to switch tactics. https://t.co/OfyOFA1neU— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 2, 2018 Tvennt er þó ennþá óljóst. Tilvist frumvarpsins hefur ekki verið staðfest af Hvíta húsinu og því kann þetta brandaraupphlaup að vera tilefnislaust. Eðli málsins samkvæmt liggur því ekkert fyrir um nákvæm efnisatriði frumvarpsins. Að sama skapi er ekki vitað hvort, ef frumvarpið er raunverulegt, að skammstöfunin sé tilviljun eða útpæld. Þetta mun líklega ráðast á næstu dögum. Þangað til geta netverjar nýtt tækifærið og búið til margvíslega og misgóða prumpubrandara.As an editor who writes some headlines at the NY Post can I just say I'm really psyched about the FART Act— Seth Mandel (@SethAMandel) July 2, 2018 i'm trying to pass a fart act over here too if you know what i'm saying https://t.co/BPjtMjpvZx— LB classic [balmy]: (@LydiaBurrell) July 2, 2018 excited for the fart act gamble to go wrong and leave skid marks in congress— Kilgore Trout (@KT_So_It_Goes) July 2, 2018 The POTUS would like, for a start,More power to rip trade apart,Reported the pressUpon its successIn catching a draft of his FART.— Limericking (@Limericking) July 2, 2018 BREAKING: Wind. #FartAct— The Gaf (@thegaf) July 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Fregnir af því að Donald Trump hafi í hyggju að draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og innleiða þess í stað nýja löggjöf hafa vakið töluverða kátínu. Úrsögnin sjálf telst þó ekkert sérstaklega fyndin - þvert á móti telja margir að hún gæti haft neikvæð áhrif á bandarískan efnahag - heldur er það nafn hinnar nýrru löggjafar sem kveikt hefur í netverjum.Vefsíðan Axios greindi frá því að hún hefði undir höndum uppkast að nýju löggjöfinni, sem fengið hefði nafnið Fair and Reciprocal Tariff Act, sem í lauslegri og lélegri þýðingu blaðamanns væri Frjálsari, Réttlátari og Endurgjaldandi Tollalöggjöfin. Nafnið sjálft telst harla hefðbundið vestanhafs - en skammstöfun löggjafarinnar er þó sögð einstaklega óheppileg: FART, eða FRET á íslensku. Löggjöfin, sem sögð er fela í sér fyrrnefnda úrsögn ásamt heimild fyrir forsetann til að setja og afnema tolla eftir eigin höfði - án þess að bera þá undir þingið - myndi gjörbreyta stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðaviðskiptanna. Hinn skammlífi talsmaður Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, segir þannig að innleiðing löggjafarinnar myndi bitna á bandarískum neytendum. Hann hvetur fyrrverandi vinnuveitendur sína til að hverfa frá vegferð sinni í efnahagsmálum - sem einkennist af einangrunarhyggju og tollahækkunum. Hann, rétt eins og hundruð annarra netverja, getur heldur ekki hamið sig við að grínast með nafngift löggjafarinnar. Hann segir einfaldlega að það sé „ólykt“ af henni.WTO has its flaws, but the “United States Fair and Reciprocal Tariff Act," aka the U.S. FART Act, stinks. American consumers pay for tariffs. Time to switch tactics. https://t.co/OfyOFA1neU— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 2, 2018 Tvennt er þó ennþá óljóst. Tilvist frumvarpsins hefur ekki verið staðfest af Hvíta húsinu og því kann þetta brandaraupphlaup að vera tilefnislaust. Eðli málsins samkvæmt liggur því ekkert fyrir um nákvæm efnisatriði frumvarpsins. Að sama skapi er ekki vitað hvort, ef frumvarpið er raunverulegt, að skammstöfunin sé tilviljun eða útpæld. Þetta mun líklega ráðast á næstu dögum. Þangað til geta netverjar nýtt tækifærið og búið til margvíslega og misgóða prumpubrandara.As an editor who writes some headlines at the NY Post can I just say I'm really psyched about the FART Act— Seth Mandel (@SethAMandel) July 2, 2018 i'm trying to pass a fart act over here too if you know what i'm saying https://t.co/BPjtMjpvZx— LB classic [balmy]: (@LydiaBurrell) July 2, 2018 excited for the fart act gamble to go wrong and leave skid marks in congress— Kilgore Trout (@KT_So_It_Goes) July 2, 2018 The POTUS would like, for a start,More power to rip trade apart,Reported the pressUpon its successIn catching a draft of his FART.— Limericking (@Limericking) July 2, 2018 BREAKING: Wind. #FartAct— The Gaf (@thegaf) July 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00