Englendingar sjá fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 09:30 Harry Kane er líka í baráttunni um markakóngstitilinn. Vísir/Getty Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Sjá meira
Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Sjá meira