Englendingar sjá fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 09:30 Harry Kane er líka í baráttunni um markakóngstitilinn. Vísir/Getty Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira