Vætutíð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Veður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar