Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 14:48 Frá fundi heilbrigðisyfirvalda og velferðarnefndar í dag. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller, landlæknir. Mynd/Friðrik Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur sérstaka athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.Sjá einnig: Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þar hefur ráðuneytið tekið saman lista af upplýsingum er varða deilu ljósmæðra við ríkið. Þá kemur einnig fram að á tímabilinu 2007-2017 hafi stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á þessu tímabili má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan.Stöðugildi ljósmæðra og fjöldi fæddra, tímabilið 2007 – 2017. Fjöldi fæðinga er meðalfjöldi fæðinga á mánuði og stöðugildi er meðalfjöldi stöðugilda á mánuði.Mynd/FjármálaráðuneytiðAuk þess hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 verið 573 þúsund krónur. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Þá hafi meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 verið 848 þúsund krónur á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir. Ráðuneytið lætur auk þess fylgja töflu þar sem sjá má samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Þróun dagvinnulauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðÞróun heildarlauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðMynd/FjármálaráðuneytiðAð síðustu segir í yfirlýsingu ráðuneytisins að það sé einlægur vilji stjórnvalda að ljúka deilunni við ljósmæður eins fljótt og kostur er. Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur sérstaka athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.Sjá einnig: Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þar hefur ráðuneytið tekið saman lista af upplýsingum er varða deilu ljósmæðra við ríkið. Þá kemur einnig fram að á tímabilinu 2007-2017 hafi stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á þessu tímabili má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan.Stöðugildi ljósmæðra og fjöldi fæddra, tímabilið 2007 – 2017. Fjöldi fæðinga er meðalfjöldi fæðinga á mánuði og stöðugildi er meðalfjöldi stöðugilda á mánuði.Mynd/FjármálaráðuneytiðAuk þess hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 verið 573 þúsund krónur. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Þá hafi meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 verið 848 þúsund krónur á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir. Ráðuneytið lætur auk þess fylgja töflu þar sem sjá má samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Þróun dagvinnulauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðÞróun heildarlauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðMynd/FjármálaráðuneytiðAð síðustu segir í yfirlýsingu ráðuneytisins að það sé einlægur vilji stjórnvalda að ljúka deilunni við ljósmæður eins fljótt og kostur er.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41