Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 17:15 Ella birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Mynd/Samsett Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48
Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25