Axlar utanríkisráðuneytið ábyrgð? Sigurður R. Þórðarson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls
Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun