Ævaforn skáli gæti breytt hugsun okkar um landnám Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Frá Stöð við Stöðvarfjörð þar sem Bjarni Einarsson og fleiri standa í meiriháttar fornleifauppgreftri. Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði á Austurlandi gæti breytt hugmyndum okkar um landnám á Íslandi, eðli þess og ástæður. Unnið hefur verið að rannsóknum á mannabústöðum á svæðinu undanfarið og verður framhaldið næsta sumar. „Það kom í ljós á síðustu dögum uppgraftrarins að þessir tveir skálar sem við erum að rannsaka á Stöð í Stöðvarfirði, sá eldri og sá yngri, eru miklu stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir og eru með þeim stærstu á skandinavískan mælikvarða,“ segir Bjarni Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum á Stöð. „Þann yngri túlka ég sem hið eigin lega landnámsbýli með búskap, stendur ofan í eldri skálanum sem ég áður túlkaði sem útstöð. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór hann er,“ segir Bjarni. „Hann er að minnsta kosti fjörutíu metra langur. Útstöðvar eru vel þekkt fyrirbæri í norrænum menningarheimi en stöð sem þessi var rekin af höfðingja, stórbónda eða kóngi og hafði það hlutverk að framleiða vörur til sölu heima fyrir.“Sjá einnig: Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810?Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur.Vísir/friðrik„Við þekkjum þetta fyrirbæri sem verstöð þar sem fólk vinnur auðlindir fjarri heimabæ. Á Austurlandi hefur fiskur og fugl verið veiddur, lýsi unnið úr hval, selir veiddir og spik, kjöt og húðir unnar. Jafnframt hefur verið möguleiki á að vinna járn á svæðinu úr mýrarrauða,“ bætir Bjarni við. Báðir skálarnir á Stöð í Stöðvarfirði eru ævafornir. C-14 greiningar gefa til kynna að búseta kynni að hafa hafist rétt eftir 800 og verið fram yfir landnám. „Samkvæmt gjóskulögum eru þeir eldri en frá 871. Það er vísbending enn sem komið er en landnámslagið fræga er ekki í veggjum skálanna. Hins vegar finnst það yfir mannvirkinu í smiðjunni í eldri skálanum sem gefur ákveðnar vísbendingar.“ Þessi hugmynd um að hér hafi verið útstöð konungs, höfðingja eða stórbónda, gæti breytt hugmyndum okkar um af hverju menn hafi sest að hér á landi. „Útstöðvarkenningin byggir á því að fólk hafi komið hingað til lands til að vinna auðlindir hér við land og farið af landi brott aftur á haustin. Þannig taka einstaklingar ekki bara vörur til sinna heimahaga heldur líka upplýsingar um þetta nýja land,“ segir Bjarni. „Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti því það fólk tekið meðvitaða ákvörðun um að setjast að á Íslandi. Fólksflutningakenningar byggja á því að á einhverjum tímapunkti verður þráin eftir nýjum stað meiri en viljinn til að vera um kyrrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði á Austurlandi gæti breytt hugmyndum okkar um landnám á Íslandi, eðli þess og ástæður. Unnið hefur verið að rannsóknum á mannabústöðum á svæðinu undanfarið og verður framhaldið næsta sumar. „Það kom í ljós á síðustu dögum uppgraftrarins að þessir tveir skálar sem við erum að rannsaka á Stöð í Stöðvarfirði, sá eldri og sá yngri, eru miklu stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir og eru með þeim stærstu á skandinavískan mælikvarða,“ segir Bjarni Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum á Stöð. „Þann yngri túlka ég sem hið eigin lega landnámsbýli með búskap, stendur ofan í eldri skálanum sem ég áður túlkaði sem útstöð. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór hann er,“ segir Bjarni. „Hann er að minnsta kosti fjörutíu metra langur. Útstöðvar eru vel þekkt fyrirbæri í norrænum menningarheimi en stöð sem þessi var rekin af höfðingja, stórbónda eða kóngi og hafði það hlutverk að framleiða vörur til sölu heima fyrir.“Sjá einnig: Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810?Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur.Vísir/friðrik„Við þekkjum þetta fyrirbæri sem verstöð þar sem fólk vinnur auðlindir fjarri heimabæ. Á Austurlandi hefur fiskur og fugl verið veiddur, lýsi unnið úr hval, selir veiddir og spik, kjöt og húðir unnar. Jafnframt hefur verið möguleiki á að vinna járn á svæðinu úr mýrarrauða,“ bætir Bjarni við. Báðir skálarnir á Stöð í Stöðvarfirði eru ævafornir. C-14 greiningar gefa til kynna að búseta kynni að hafa hafist rétt eftir 800 og verið fram yfir landnám. „Samkvæmt gjóskulögum eru þeir eldri en frá 871. Það er vísbending enn sem komið er en landnámslagið fræga er ekki í veggjum skálanna. Hins vegar finnst það yfir mannvirkinu í smiðjunni í eldri skálanum sem gefur ákveðnar vísbendingar.“ Þessi hugmynd um að hér hafi verið útstöð konungs, höfðingja eða stórbónda, gæti breytt hugmyndum okkar um af hverju menn hafi sest að hér á landi. „Útstöðvarkenningin byggir á því að fólk hafi komið hingað til lands til að vinna auðlindir hér við land og farið af landi brott aftur á haustin. Þannig taka einstaklingar ekki bara vörur til sinna heimahaga heldur líka upplýsingar um þetta nýja land,“ segir Bjarni. „Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti því það fólk tekið meðvitaða ákvörðun um að setjast að á Íslandi. Fólksflutningakenningar byggja á því að á einhverjum tímapunkti verður þráin eftir nýjum stað meiri en viljinn til að vera um kyrrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00