Kennir vetrardekkjum á BMW um glæfralegan akstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Hægra megin á myndinni sést blái BMW bíllinn. Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira