Að hella eitri í sjó Jón Helgi Björnsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar