Sérstaki rannsakandinn bætir við saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 16:39 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42