Íslenski boltinn

Spila í D-deildinni á Íslandi en spila í Evrópukeppni í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd eftir sigurinn í vor.
Liðsmynd eftir sigurinn í vor. vísir/twitter-síða Vængja Júpiters
Vængir Júpiters er kannski ekki þekktasta liðið á Íslandi en þetta lið sem spilar heimaleiki sína á gerivgrasinu fyrir utan Egilshöll spilar í Evrópukeppni í sumar.

Vængir Júpiters sem spilar í þriðju deildinni á Íslandi, fjórðu efstu deild eða D-deildinni, varð Íslandsmeistari í futsal í vor og tryggði þar sér þannig þáttökurétt í Evrópukeppni.

Futsal er innanhúss bolti en í úrslitaleiknum sem fór fram í Laugardalshöll höfðu Vængirnir betur gegn Augnablik, 6-3, í markaleik.

Nú í hádeginu var svo dregið í Meistaradeild Evrópu í futsal. Riðillinn verður leikinn í Svíþjóð og mæta Vængirnir þar heimamönnum í Uddevalla frá Svíþjóð, Celik frá Svartfjallalandi og Leo Futsal frá Armeníu.

Riðillinn verður eins og áður segir leikinn í Svíþjóð en hann verður spilaður frá 28. ágúst til 2. september. Skemmtileg innspýting í sumarið hjá þeim en þeir eru sem stendur í sjötta sætinu í þriðju deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×