Foreldrarnir komust sjálfir á snoðir um kynferðisbrot Þorsteins með hjálp öryggismyndavéla Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:00 Foreldrar drengsins komu hvorki fram undir nafni né í mynd er þau settust niður með Signýju Rós. Myndin er skjáskot úr heimildarmynd hennar, Lifir barnið mitt af?. Skjáskot/Youtube Foreldrar drengs, sem varð fyrir ítrekuðum kynferðisbrotum af hálfu Þorsteins Halldórssonar í rúm tvö ár, segjast hafa staðið frammi fyrir miklu úrræðaleysi þegar brotin komust upp. Málið hafi hvílt þungt á fjölskyldunni en faðir drengsins þurfti að leita á geðdeild í kjölfar samtals við son sinn. Þá komust foreldrarnir á snoðir um kynferðisbrot Þorsteins með myndefni úr öryggismyndavélum heimilisins en Þorsteinn mælti sér ítrekað mót við drenginn á heimili foreldra hans og virðist hafa brotið á honum í kjallara hússins. Þorsteinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í maí síðastliðnum fyrir brot sín gegn drengnum.Sáu soninn með manni niðri í kjallara Foreldrar drengsins lýsa ofbeldinu og kæruferlinu í nýrri heimildarmynd Signýjar Rósar Ólafsdóttur, Lifir barnið mitt af? en myndina má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Kvikmyndin er lokaverkefni Signýjar á annarri önn leikstjórnar- og handritabrautar Kvikmyndaskóla Íslands og fjallar um ungmenni í neyslu. Foreldrarnir segja son sinn hafa verið „auðvelt fórnarlamb“ barnaníðings, hann hafi átt erfitt fyrir, verið í neyslu og síðar var hann m.a. greindur með einhverfu. Grunur foreldranna um að sonurinn væri flæktur í eitthvað misjafnt var staðfestur þegar þau fóru í gegnum myndefni úr öryggismyndavél á heimilinu. „Þar sé ég að hann er að labba út á nóttunni. Þannig að ég fer að skoða meira, hvað er hann að fara mikið og aftur í tímann og svona. Og þar sé ég hann með þessum manni niðri í kjallara,“ segir faðir drengsins. „Eitthvað ljótt og ógeðslegt“ Þau hafi ítrekað reynt að fá það upp úr syni sínum hver maðurinn væri og hvað þeir væru að gera saman. Móðir drengsins kveðst strax hafa verið viss um að maðurinn hefði eitthvað illt í hyggju.Á einum tímapunkti hugðist faðir drengsins, sem var ósattur við vinnubrögð lögreglu, keyra um allan Kópavog, þar sem Þorsteinn var búsettur, og leita hann uppi.Vísir/Vilhelm„Mig grunaði náttúrulega strax þegar við sjáum þennan mann í myndavélakerfinu að þetta sé eitthvað ljótt og ógeðslegt. Ég geng á strákinn, spyr hvort þetta sé eitthvað kynferðislegt þeirra á milli og hann segir nei við því. Þá ákvað ég að spyrja hann að því hvort hann væri að selja honum dóp. Hann sagði já við því. Það er enginn sextugur karlmaður að bera dóp inn á heimili um nætur, heimili fimmtán ára drengs.“Höfðu meiri áhyggjur af dópsölu en kynferðisbrotum Foreldrarnir lögðust í mikla rannsóknarvinnu og fóru að endingu niður á lögreglustöð með myndefnið. Þar gátu þau ekki lagt fram kæru gegn Þorsteini þar eð drengurinn var orðinn fimmtán ára og þurfti því sjálfur að kæra. Lögregla hafi þó brugðist strax við þegar kom fram að hugsanlega hefði maðurinn selt drengnum fíkniefni. „Þeir höfðu meiri áhyggjur af því að það færi fram dópsala en að einhver væri að níðast á barninu okkar kynferðislega,“ segir móðir drengsins. Faðirinn þurfti að leita á geðdeild Þá reyndi faðir drengsins að fá son sinn til að segja sér hvernig sambandinu við Þorstein væri háttað. „Þá segir hann bara við mig: „Ég má stunda kynlíf með hverjum sem ég vil, ég er orðinn fimmtán ára.“ Og síðan fór hann að mata mig af einhverjum reglum og ég hugsaði, ókei, það er alveg búið að mata í hann þarna hvað hann á að segja,“ segir faðir drengsins. Samræðurnar hafi verið honum afar þungbærar.Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni „Og á einhverjum tímapunkti fannst mér ég vera að tala við karlinn. Og ég gekk fram og ég brotnaði niður. Frændi minn þurfti að fara með mig upp á geðdeild. Ég lagðist niður á gólf inni í eldhúsi og grét. Gat ekki hætt. Ég var svo reiður,“ segir faðir drengsins. „Ef frændi minn hefði ekki komið og sótt mig þá hefði ég farið og leitað þennan mann uppi og drepið hann.“ „Barnið mitt er handtekið þarna“ Þarna hafi orðið ákveðinn vendipunktur afstöðu foreldranna og segist móðir drengsins hafa gengið hart að honum, og að endingu náð af honum símanum. Þar hafi leynst allar upplýsingar um samband stráksins og Þorsteins en sá fyrrnefndi hafi snöggreiðst. „Þessi ofboðslega ljúfi og góði strákur breytist í skrímsli. Ég fæ hann eiginlega til að ráðast á mig þegar ég tek af honum símann af því að reiðin er það mikil,“ segir móðirin.Dómurinn yfir Þorsteini var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðatliðnum.Vísir/GVAÍ kjölfarið hafi þurft að kalla á lögreglu og barnaverndarnefnd og endaði drengurinn niður á lögreglustöð þar sem hann fékk réttargæslumann. Hann var því næst sendur á Stuðla í neyðarvörslu. „Barnið mitt er handtekið þarna, sett í járn og leitt út. Það er ábyggilega í eitt af fyrstu skiptunum sem ég brotnaði gjörsamlega niður. Svo kemur lögreglumaðurinn, af því að þetta er heimilisofbeldi, og tekur skýrslu af mér. Og spurningarnar eru bara: Viltu kæra? Viltu kæra son þinn? Og ég bara: „Ertu að grínast? Mig langar að kæra einhvern annan en ég get það ekki, barnið mitt á að gera það!““ segir móðir drengsins.Reyndi að fremja sjálfsvíg Í byrjun desember árið 2016 hafi drengurinn þó að lokum fallist á að kæra Þorstein. Faðir drengsins segir syninum hafa verið mjög létt eftir að kæran var lögð fram. Þremur dögum síðar var þó enn ekki búið að handtaka Þorstein og gagnrýna foreldrarnir vinnubrögð lögreglu harðlega. Þá hafi Þorsteinn haldið áfram að hafa samband við drenginn eftir að kæran var lögð fram. Foreldrarnir lýsa því einnig hvernig ofbeldið hafi valdið syni þeirra mikilli vanlíðan og á einum tímapunkti hafi hann reynt að fremja sjálfsvíg. Fjarlægður af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins Töluvert var fjallað um kynferðisbrot Þorsteins Halldórssonar fyrr á árinu. Eins og áður sagði var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í maí síðastliðnum fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng á aldrinum 15-18 ára. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin náðu yfir tæplega þriggja ára tímabil. 39 ára aldursmunur er á Þorsteini og brotaþolanum en Þorsteinn var 54 ára þegar samskipti hans og drengsins hófust. Þorsteinn gegndi stöðu formanns Baldurs, málfundafélags Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um nokkurt skeið. Hann var fjarlægður af skrám flokksins í nóvember síðastliðnum auk þess sem nafn hans var fjarlægt af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins við sama tilefni. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Foreldrar drengs, sem varð fyrir ítrekuðum kynferðisbrotum af hálfu Þorsteins Halldórssonar í rúm tvö ár, segjast hafa staðið frammi fyrir miklu úrræðaleysi þegar brotin komust upp. Málið hafi hvílt þungt á fjölskyldunni en faðir drengsins þurfti að leita á geðdeild í kjölfar samtals við son sinn. Þá komust foreldrarnir á snoðir um kynferðisbrot Þorsteins með myndefni úr öryggismyndavélum heimilisins en Þorsteinn mælti sér ítrekað mót við drenginn á heimili foreldra hans og virðist hafa brotið á honum í kjallara hússins. Þorsteinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í maí síðastliðnum fyrir brot sín gegn drengnum.Sáu soninn með manni niðri í kjallara Foreldrar drengsins lýsa ofbeldinu og kæruferlinu í nýrri heimildarmynd Signýjar Rósar Ólafsdóttur, Lifir barnið mitt af? en myndina má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Kvikmyndin er lokaverkefni Signýjar á annarri önn leikstjórnar- og handritabrautar Kvikmyndaskóla Íslands og fjallar um ungmenni í neyslu. Foreldrarnir segja son sinn hafa verið „auðvelt fórnarlamb“ barnaníðings, hann hafi átt erfitt fyrir, verið í neyslu og síðar var hann m.a. greindur með einhverfu. Grunur foreldranna um að sonurinn væri flæktur í eitthvað misjafnt var staðfestur þegar þau fóru í gegnum myndefni úr öryggismyndavél á heimilinu. „Þar sé ég að hann er að labba út á nóttunni. Þannig að ég fer að skoða meira, hvað er hann að fara mikið og aftur í tímann og svona. Og þar sé ég hann með þessum manni niðri í kjallara,“ segir faðir drengsins. „Eitthvað ljótt og ógeðslegt“ Þau hafi ítrekað reynt að fá það upp úr syni sínum hver maðurinn væri og hvað þeir væru að gera saman. Móðir drengsins kveðst strax hafa verið viss um að maðurinn hefði eitthvað illt í hyggju.Á einum tímapunkti hugðist faðir drengsins, sem var ósattur við vinnubrögð lögreglu, keyra um allan Kópavog, þar sem Þorsteinn var búsettur, og leita hann uppi.Vísir/Vilhelm„Mig grunaði náttúrulega strax þegar við sjáum þennan mann í myndavélakerfinu að þetta sé eitthvað ljótt og ógeðslegt. Ég geng á strákinn, spyr hvort þetta sé eitthvað kynferðislegt þeirra á milli og hann segir nei við því. Þá ákvað ég að spyrja hann að því hvort hann væri að selja honum dóp. Hann sagði já við því. Það er enginn sextugur karlmaður að bera dóp inn á heimili um nætur, heimili fimmtán ára drengs.“Höfðu meiri áhyggjur af dópsölu en kynferðisbrotum Foreldrarnir lögðust í mikla rannsóknarvinnu og fóru að endingu niður á lögreglustöð með myndefnið. Þar gátu þau ekki lagt fram kæru gegn Þorsteini þar eð drengurinn var orðinn fimmtán ára og þurfti því sjálfur að kæra. Lögregla hafi þó brugðist strax við þegar kom fram að hugsanlega hefði maðurinn selt drengnum fíkniefni. „Þeir höfðu meiri áhyggjur af því að það færi fram dópsala en að einhver væri að níðast á barninu okkar kynferðislega,“ segir móðir drengsins. Faðirinn þurfti að leita á geðdeild Þá reyndi faðir drengsins að fá son sinn til að segja sér hvernig sambandinu við Þorstein væri háttað. „Þá segir hann bara við mig: „Ég má stunda kynlíf með hverjum sem ég vil, ég er orðinn fimmtán ára.“ Og síðan fór hann að mata mig af einhverjum reglum og ég hugsaði, ókei, það er alveg búið að mata í hann þarna hvað hann á að segja,“ segir faðir drengsins. Samræðurnar hafi verið honum afar þungbærar.Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni „Og á einhverjum tímapunkti fannst mér ég vera að tala við karlinn. Og ég gekk fram og ég brotnaði niður. Frændi minn þurfti að fara með mig upp á geðdeild. Ég lagðist niður á gólf inni í eldhúsi og grét. Gat ekki hætt. Ég var svo reiður,“ segir faðir drengsins. „Ef frændi minn hefði ekki komið og sótt mig þá hefði ég farið og leitað þennan mann uppi og drepið hann.“ „Barnið mitt er handtekið þarna“ Þarna hafi orðið ákveðinn vendipunktur afstöðu foreldranna og segist móðir drengsins hafa gengið hart að honum, og að endingu náð af honum símanum. Þar hafi leynst allar upplýsingar um samband stráksins og Þorsteins en sá fyrrnefndi hafi snöggreiðst. „Þessi ofboðslega ljúfi og góði strákur breytist í skrímsli. Ég fæ hann eiginlega til að ráðast á mig þegar ég tek af honum símann af því að reiðin er það mikil,“ segir móðirin.Dómurinn yfir Þorsteini var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðatliðnum.Vísir/GVAÍ kjölfarið hafi þurft að kalla á lögreglu og barnaverndarnefnd og endaði drengurinn niður á lögreglustöð þar sem hann fékk réttargæslumann. Hann var því næst sendur á Stuðla í neyðarvörslu. „Barnið mitt er handtekið þarna, sett í járn og leitt út. Það er ábyggilega í eitt af fyrstu skiptunum sem ég brotnaði gjörsamlega niður. Svo kemur lögreglumaðurinn, af því að þetta er heimilisofbeldi, og tekur skýrslu af mér. Og spurningarnar eru bara: Viltu kæra? Viltu kæra son þinn? Og ég bara: „Ertu að grínast? Mig langar að kæra einhvern annan en ég get það ekki, barnið mitt á að gera það!““ segir móðir drengsins.Reyndi að fremja sjálfsvíg Í byrjun desember árið 2016 hafi drengurinn þó að lokum fallist á að kæra Þorstein. Faðir drengsins segir syninum hafa verið mjög létt eftir að kæran var lögð fram. Þremur dögum síðar var þó enn ekki búið að handtaka Þorstein og gagnrýna foreldrarnir vinnubrögð lögreglu harðlega. Þá hafi Þorsteinn haldið áfram að hafa samband við drenginn eftir að kæran var lögð fram. Foreldrarnir lýsa því einnig hvernig ofbeldið hafi valdið syni þeirra mikilli vanlíðan og á einum tímapunkti hafi hann reynt að fremja sjálfsvíg. Fjarlægður af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins Töluvert var fjallað um kynferðisbrot Þorsteins Halldórssonar fyrr á árinu. Eins og áður sagði var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í maí síðastliðnum fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng á aldrinum 15-18 ára. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin náðu yfir tæplega þriggja ára tímabil. 39 ára aldursmunur er á Þorsteini og brotaþolanum en Þorsteinn var 54 ára þegar samskipti hans og drengsins hófust. Þorsteinn gegndi stöðu formanns Baldurs, málfundafélags Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um nokkurt skeið. Hann var fjarlægður af skrám flokksins í nóvember síðastliðnum auk þess sem nafn hans var fjarlægt af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins við sama tilefni.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00
Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52