Stóra myndin Hörður Ægisson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun