„Síminn hefur ekki stoppað“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 09:46 Hluti íbúða Bjargs rís nú í Spönginni. Félagið er með um 1400 íbúðir í byggingu. Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur