Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 10:36 Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. Myndin var tekin í vikunni og er af skemmtiferðaskipi í við höfn á Akureyri. Davíð Bragason Í kjölfar fréttaflutnings síðasta sumar um mengun frá skemmtiferðaskipum sem liggja við bryggjur víðsvegar um landið boðaði Umhverfisstofnun í september í fyrra hert eftirlit með eldsneytisnotkun skipa og þá með sérstaka áherslu á brennisteinsinnihald. Ýmsar leiðir eru til þess að ganga úr skugga um það hvort skip séu, með ólöglegum hætti, að brenna svartolíu við hafnir á Íslandi. Þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi boðað hert eftirlit með skipunum, en aðgerðirnar áttu að hefjast fyrir síðustu áramót, hefur það þó enn ekki gengið eftir. Í september í fyrra kom fram á vef Umhverfisstofnunar að hún hygðist gera sérstaka rannsókn til að staðreyna hvers konar olíu skemmtiferðaskip sem hingað koma séu að brenna. Það er gert með því að fara í eftirlitsferðir um borð í skipin þar sem sýni er fengið úr olíu. Verkefnið sem Umhverfisstofnun stendur frammi fyrir, að setja á reglubundið eftirlit með skipum, til dæmis með vettvangsferðum og víðtækari mælingum, er enn á byrjunarreit að sögn Eiríks Þóris Baldurssonar, sérfræðings á sviði efna, eftirlits og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun. Við nánari athugun hafi komið í ljós að verkefnið væri mun umfangsmeira en áður hafði verið talið. Þess ber þó að geta að hefðbundnar mælingar á svifryki fara fram víðsvegar um landið og þá er brennisteinsdíoxíð (So2) einnig mælt á sumum stöðum. Hægt er að fylgjast með mælingum á rauntíma á vefsvæðinu loftgæði.is. Spurður að því hver fyrirstaðan væri svarar Eiríkur því til að það séu helst mál sem snúi að framkvæmdinni sjálfri. „Þetta snýr aðallega að hinum praktísku hliðum. Við, sem erum með þetta mál, vinnum aðallega að stjórnsýslumálum og það að velja skip og fara í þetta eftirlit er bara mjög ópraktískt fyrir aðilana sem eru hérna inni á stofnuninni. Þess fyrir utan væri ákjósanlegra að fá í vinnu til okkar menn sem eru menntaðir vélstjórar til að fara um borð,“ segir Eiríkur sem bendir á að vélstjórar hafi til að bera þá praktísku þekkingu sem gott væri að búa yfir til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Eiríkur bendir á að tafirnar skýrist af því að stofnunin vilji umfram allt vanda sig og bjóða upp á eftirlit sem virki. „Þetta á ekki að vera sýndarmennskueftirlit. Þetta á að vera eitthvað sem virkar.“Komur skemmtiferðaskipa hingað til lands hafa stóraukist. Þessi aukna skipaumferð varð til þess að Umhverfisstofnun hóf að mæla brennisteinsinnihald á höfninni á Akureyri fyrir tveimur árum.Vísir/VilhelmTil þess að hafa reglubundið eftirlit með eldsneytisnotkun skipa þurfi undirbúningurinn að vera góður segir Eiríkur og allar mælingar framkvæmdar með nákvæmum hætti. Það séu ákveðnar reglur sem þurfi að fylgja.Hvers vegna geta nágrannalöndin haldið úti reglubundnu hertu eftirliti en Ísland ekki að því er virðist? „Við getum það alveg. Þetta er bara spurning um að réttu aðilarnir, með réttu verkfærin geri þetta. Þetta er bara í vinnslu.“Æfingavettvangsferð UmhverfisstofnunarUmhverfisstofnun fór í samstarf með skipafélagi á Íslandi til að framkvæma æfingu starfsliðsins og sérfræðinga í vettvangsferðum í skip. Eiríkur segir að æfingin hafi komið að góðum notum. Þegar eftirlitsaðilar fara í vettvangsferðir um borð í skipin er litið yfir pappírsgögn sem viðkomandi er skylt að hafa til reiðu, eins og kvittanir fyrir olíu og olíuskiptadagbækur. Þá er auk þessa alls tekið olíusýni. „Það er ekkert sem bannar þeim að vera með svartolíu, þetta er bara spurning um að þeir séu ekki að brenna henni þar sem þeir mega ekki brenna henni eins og við bryggju og á þessum svæðum. Þar getum við skoðað þessar olíuskiptadagbækur. Þegar maður er orðinn mjög fær í því þá er hægt að lesa í þær nákvæmlega hvað þau voru að brenna og hvar.“Gulleitur reykur gæti bent til svartolíuSpurður hvort stofnuninni berist ábendingar um skip sem brenni svartolíu við hafnir segir Eiríkur svo vera. „Þetta eru sögur sem við heyrum og höfum heyrt lengi, að þetta sé stundað og ég efast ekki um að þetta sé raunin í einhverjum tilvikum, því miður. Á sama tíma er ekki nein sönnun fyrir þessu.“ Eiríkur segir að stofnuninni berist margar ábendingar um að það séu skip við hafnir á Íslandi og að þykkan svartan reyk leggi frá skipunum. Hann segir þó að svarti liturinn bendi ekki endilega til þess að um svartolíu sé að ræða. Helstu merki þess að verið sé að brenna olíu með miklu brennisteinsinnihaldi, sem gæti þá bent til þess að verið sé að brenna olíu, sé gulleitur reykur. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 4500 manns mæta á langstærsta skemmtiferðaskipi sem hingað hefur komið Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kemur í sína fyrstu ferð til Reykjavíkur næstkomandi laugardag en alls koma 4.526 farþegar með skipinu. 24. maí 2018 12:00 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Í kjölfar fréttaflutnings síðasta sumar um mengun frá skemmtiferðaskipum sem liggja við bryggjur víðsvegar um landið boðaði Umhverfisstofnun í september í fyrra hert eftirlit með eldsneytisnotkun skipa og þá með sérstaka áherslu á brennisteinsinnihald. Ýmsar leiðir eru til þess að ganga úr skugga um það hvort skip séu, með ólöglegum hætti, að brenna svartolíu við hafnir á Íslandi. Þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi boðað hert eftirlit með skipunum, en aðgerðirnar áttu að hefjast fyrir síðustu áramót, hefur það þó enn ekki gengið eftir. Í september í fyrra kom fram á vef Umhverfisstofnunar að hún hygðist gera sérstaka rannsókn til að staðreyna hvers konar olíu skemmtiferðaskip sem hingað koma séu að brenna. Það er gert með því að fara í eftirlitsferðir um borð í skipin þar sem sýni er fengið úr olíu. Verkefnið sem Umhverfisstofnun stendur frammi fyrir, að setja á reglubundið eftirlit með skipum, til dæmis með vettvangsferðum og víðtækari mælingum, er enn á byrjunarreit að sögn Eiríks Þóris Baldurssonar, sérfræðings á sviði efna, eftirlits og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun. Við nánari athugun hafi komið í ljós að verkefnið væri mun umfangsmeira en áður hafði verið talið. Þess ber þó að geta að hefðbundnar mælingar á svifryki fara fram víðsvegar um landið og þá er brennisteinsdíoxíð (So2) einnig mælt á sumum stöðum. Hægt er að fylgjast með mælingum á rauntíma á vefsvæðinu loftgæði.is. Spurður að því hver fyrirstaðan væri svarar Eiríkur því til að það séu helst mál sem snúi að framkvæmdinni sjálfri. „Þetta snýr aðallega að hinum praktísku hliðum. Við, sem erum með þetta mál, vinnum aðallega að stjórnsýslumálum og það að velja skip og fara í þetta eftirlit er bara mjög ópraktískt fyrir aðilana sem eru hérna inni á stofnuninni. Þess fyrir utan væri ákjósanlegra að fá í vinnu til okkar menn sem eru menntaðir vélstjórar til að fara um borð,“ segir Eiríkur sem bendir á að vélstjórar hafi til að bera þá praktísku þekkingu sem gott væri að búa yfir til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Eiríkur bendir á að tafirnar skýrist af því að stofnunin vilji umfram allt vanda sig og bjóða upp á eftirlit sem virki. „Þetta á ekki að vera sýndarmennskueftirlit. Þetta á að vera eitthvað sem virkar.“Komur skemmtiferðaskipa hingað til lands hafa stóraukist. Þessi aukna skipaumferð varð til þess að Umhverfisstofnun hóf að mæla brennisteinsinnihald á höfninni á Akureyri fyrir tveimur árum.Vísir/VilhelmTil þess að hafa reglubundið eftirlit með eldsneytisnotkun skipa þurfi undirbúningurinn að vera góður segir Eiríkur og allar mælingar framkvæmdar með nákvæmum hætti. Það séu ákveðnar reglur sem þurfi að fylgja.Hvers vegna geta nágrannalöndin haldið úti reglubundnu hertu eftirliti en Ísland ekki að því er virðist? „Við getum það alveg. Þetta er bara spurning um að réttu aðilarnir, með réttu verkfærin geri þetta. Þetta er bara í vinnslu.“Æfingavettvangsferð UmhverfisstofnunarUmhverfisstofnun fór í samstarf með skipafélagi á Íslandi til að framkvæma æfingu starfsliðsins og sérfræðinga í vettvangsferðum í skip. Eiríkur segir að æfingin hafi komið að góðum notum. Þegar eftirlitsaðilar fara í vettvangsferðir um borð í skipin er litið yfir pappírsgögn sem viðkomandi er skylt að hafa til reiðu, eins og kvittanir fyrir olíu og olíuskiptadagbækur. Þá er auk þessa alls tekið olíusýni. „Það er ekkert sem bannar þeim að vera með svartolíu, þetta er bara spurning um að þeir séu ekki að brenna henni þar sem þeir mega ekki brenna henni eins og við bryggju og á þessum svæðum. Þar getum við skoðað þessar olíuskiptadagbækur. Þegar maður er orðinn mjög fær í því þá er hægt að lesa í þær nákvæmlega hvað þau voru að brenna og hvar.“Gulleitur reykur gæti bent til svartolíuSpurður hvort stofnuninni berist ábendingar um skip sem brenni svartolíu við hafnir segir Eiríkur svo vera. „Þetta eru sögur sem við heyrum og höfum heyrt lengi, að þetta sé stundað og ég efast ekki um að þetta sé raunin í einhverjum tilvikum, því miður. Á sama tíma er ekki nein sönnun fyrir þessu.“ Eiríkur segir að stofnuninni berist margar ábendingar um að það séu skip við hafnir á Íslandi og að þykkan svartan reyk leggi frá skipunum. Hann segir þó að svarti liturinn bendi ekki endilega til þess að um svartolíu sé að ræða. Helstu merki þess að verið sé að brenna olíu með miklu brennisteinsinnihaldi, sem gæti þá bent til þess að verið sé að brenna olíu, sé gulleitur reykur.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 4500 manns mæta á langstærsta skemmtiferðaskipi sem hingað hefur komið Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kemur í sína fyrstu ferð til Reykjavíkur næstkomandi laugardag en alls koma 4.526 farþegar með skipinu. 24. maí 2018 12:00 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
4500 manns mæta á langstærsta skemmtiferðaskipi sem hingað hefur komið Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kemur í sína fyrstu ferð til Reykjavíkur næstkomandi laugardag en alls koma 4.526 farþegar með skipinu. 24. maí 2018 12:00
Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00