Fyrirliði sænska landsliðsins svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:30 Andreas Granqvist. Vísir/Getty Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Sjá meira