Sport

Fyrrum Ólympíumeistari leggur skóna á hilluna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ohuruogu fagnar gullverðlaunum á HM í Moskvu 2013
Ohuruogu fagnar gullverðlaunum á HM í Moskvu 2013 víris/getty
Fyrrum Ólympíumeistarinn Christine Ohuruogu er hætt keppni í frjálsum íþróttum.

„Í dag byrjar breska meistaramótið og þar sem ég verð ekki á meðal keppenda finnst mér þetta góður tími til þess að tilkynna formlega að ég er hætt keppni í frjálsum íþróttum,“ skrifaði Ohuruogu á Twitter í dag.

Ohuruogu vann gull í 400m spretthlaupi í Beijing árið 2008. Hún vann heimsmeistaramótið í sömu grein árin 2007 og 2013 og fékk silfur á Ólympíuleikunum í London 2012.

Ohuruogu er 34 ára gömul og er ein af sigursælustu íþróttamönnum sögunnar í 400m hlaupi en aðeins ein kona hefur náð að vinna fleiri en þrjú gullverðlaun í greininni, hin franska Marie-Jose Perec. Hennar besti árangur í 400m hlaupi er 49,41 sekúnda sem hún náði í ágúst 2013. Heimsmetið í greininni er 47,60 sekúndur. Það var sett árið 1985 af hinni þýski Marita Koch.






Tengdar fréttir

Ohuruogu vann gull fyrir Bretland

Christine Ohuruogu varð Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi kvenna. Hún kom í mark á 49,62 sekúndum en Shericka Williams frá Jamaíka varð önnur og Sanya Richards frá Bandaríkjunum þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×