Gætu sett fjármuni í leigufélög Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Á meðal verkefna Bjargs íbúðafélags er bygging 155 íbúða við Mjóaveg við Spöng í Grafarvogi. Björn Traustason er hér lengst til hægri. Reykjavíkurborg Áætlað er að fyrsti áfangi Bjargs íbúðafélags, sjálfseignarstofnunar án hagnaðarmarkmiða, sem er bygging 1.400 íbúða, kosti um 42 milljarða króna. Þrjátíu prósent af þeirri upphæð verða fjármögnuð með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Eftir standa 70 prósent, eða um 30 milljarðar. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir að þeir verði fjármagnaðir með lánsfé á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Haukur Hafsteinsson, segir vel koma til greina að lífeyrissjóðir skoði aðkomu að fjármögnun á leiguhúsnæði. „Það er frekar spurning um í hvaða formi það eigi að vera. Ég sé helst fyrir mér að lífeyrissjóðir komi sem lánveitendur eða hluthafar í slíkum félögum,“ segir Haukur og bendir þá til dæmis á Bjarg, sem stofnað var af BSRB og ASÍ. Að sögn Björns stendur þó ekki til að lífeyrissjóðirnir komi með hlutafé inn í fyrsta verkefni Bjargs sem er fjármagnað með stofnframlögum. „En þetta verkefni er með tekjumörkum og er því ekki fyrir alla,“ segir hann. Það þýðir að þeir einir geta hlotið úthlutun sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, sem er skilgreind samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð um almennar íbúðir. „En við höfum verið að skoða það að vera með verkefni samhliða sem er leiguíbúðir án tekjumarka. Í því verkefni fengi Bjarg ekki stofnframlög og þá kemur til greina að lífeyrissjóðirnir eða verkalýðsfélögin komi inn sem hluthafar,“ segir Björn. Útboð á bréfum í fyrsta íbúðaleigufélaginu á markaði, Heimavöllum, fór fram í byrjun maí.„Það er svo sem ekkert leyndarmál að það var fyrst og fremst verðlagningin í því útboði sem réð því að við ákváðum að taka ekki þátt.“ Þar voru 750 milljón nýir hlutir seldir fyrir samtals rétt rúmlega 1,04 milljarða króna á útboðsgenginu 1,39 krónur á hlut. Gengi bréfanna byrjaði strax að lækka sama dag og bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni og við lokun markaða í gær var gengið 1,25. Augljóst var eftir útboðið að lífeyrissjóðirnir höfðu lítinn áhuga á að fjárfesta í félaginu. Einhverjir kynnu að hafa útskýrt áhugaleysið með því að mikil umræða hefur verið um Almenna leigufélagið og Heimavelli frá því að þau voru stofnuð. Sú umræða hefur að miklu leyti verið neikvæð. Haukur segir þó orðsporsáhættu ekki hafa valdið áhugaleysi síns lífeyrissjóðs. „Við metum alla þætti þegar að fjárfestingu kemur og eitt af því er orðsporsáhætta. En fyrst og fremst var það bara verðið. Þegar og þá af þeirri ástæðu ákváðum við að taka ekki þátt. Þannig að aðrir þættir komu ekki til skoðunar,“ segir Haukur. Á fundi, sem stéttarfélagið Efling stóð fyrir í fyrradag, sagði Ólafur Margeirsson hagfræðingur að lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi. Ef lífeyrissjóðir og önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða rekin í gróðaskyni, hasli sér völl á leigumarkaði skili það sér í jákvæðri samkeppni. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Áætlað er að fyrsti áfangi Bjargs íbúðafélags, sjálfseignarstofnunar án hagnaðarmarkmiða, sem er bygging 1.400 íbúða, kosti um 42 milljarða króna. Þrjátíu prósent af þeirri upphæð verða fjármögnuð með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Eftir standa 70 prósent, eða um 30 milljarðar. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir að þeir verði fjármagnaðir með lánsfé á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Haukur Hafsteinsson, segir vel koma til greina að lífeyrissjóðir skoði aðkomu að fjármögnun á leiguhúsnæði. „Það er frekar spurning um í hvaða formi það eigi að vera. Ég sé helst fyrir mér að lífeyrissjóðir komi sem lánveitendur eða hluthafar í slíkum félögum,“ segir Haukur og bendir þá til dæmis á Bjarg, sem stofnað var af BSRB og ASÍ. Að sögn Björns stendur þó ekki til að lífeyrissjóðirnir komi með hlutafé inn í fyrsta verkefni Bjargs sem er fjármagnað með stofnframlögum. „En þetta verkefni er með tekjumörkum og er því ekki fyrir alla,“ segir hann. Það þýðir að þeir einir geta hlotið úthlutun sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, sem er skilgreind samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð um almennar íbúðir. „En við höfum verið að skoða það að vera með verkefni samhliða sem er leiguíbúðir án tekjumarka. Í því verkefni fengi Bjarg ekki stofnframlög og þá kemur til greina að lífeyrissjóðirnir eða verkalýðsfélögin komi inn sem hluthafar,“ segir Björn. Útboð á bréfum í fyrsta íbúðaleigufélaginu á markaði, Heimavöllum, fór fram í byrjun maí.„Það er svo sem ekkert leyndarmál að það var fyrst og fremst verðlagningin í því útboði sem réð því að við ákváðum að taka ekki þátt.“ Þar voru 750 milljón nýir hlutir seldir fyrir samtals rétt rúmlega 1,04 milljarða króna á útboðsgenginu 1,39 krónur á hlut. Gengi bréfanna byrjaði strax að lækka sama dag og bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni og við lokun markaða í gær var gengið 1,25. Augljóst var eftir útboðið að lífeyrissjóðirnir höfðu lítinn áhuga á að fjárfesta í félaginu. Einhverjir kynnu að hafa útskýrt áhugaleysið með því að mikil umræða hefur verið um Almenna leigufélagið og Heimavelli frá því að þau voru stofnuð. Sú umræða hefur að miklu leyti verið neikvæð. Haukur segir þó orðsporsáhættu ekki hafa valdið áhugaleysi síns lífeyrissjóðs. „Við metum alla þætti þegar að fjárfestingu kemur og eitt af því er orðsporsáhætta. En fyrst og fremst var það bara verðið. Þegar og þá af þeirri ástæðu ákváðum við að taka ekki þátt. Þannig að aðrir þættir komu ekki til skoðunar,“ segir Haukur. Á fundi, sem stéttarfélagið Efling stóð fyrir í fyrradag, sagði Ólafur Margeirsson hagfræðingur að lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi. Ef lífeyrissjóðir og önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða rekin í gróðaskyni, hasli sér völl á leigumarkaði skili það sér í jákvæðri samkeppni.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00