Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 08:06 Þrjár af fjölmörgum fréttum erlendra miðla af samfélagsmiðlafrægð Rúriks. 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, hetjurnar úr 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Eftir spurningar sem sneru að Nígeríuleiknum fóru spurningarnar á persónulegra stig. Meðal annars um nýlega frægð Rúriks Gíslasonar. „Rúrik er loksins að fá þá viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Hannes Þór og uppskar mikinn hlátur meðal blaðamanna í tjaldinu.Létt var yfir Alfreð og Hannesi á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm„Þetta er náttúrulega bara fyndið og léttmeti í hópnum, skemmtilegt fyrir hann og við hlæjum að þessu,“ segir Alfreð. Það hafi verið skrýtið inni í klefa eftir Argentínuleikinn þegar Rúrik kíkti á Instagram. Hann hafi aukið fylgjendafjöldann afar mikið og menn ekki áttað sig á því hvað væri í gangi. „Ég veit ekki hvað var í gangi í Suður-Ameríku,“ segir Alfreð. „En þetta er mjög jákvætt fyrir hann og hans markaðsvirði er að aukast.“Rúrik hefur verið lengi á Instagram, birt flottar myndir af sér en viðbrögðin núna eru ótrúleg. „Það var nú mikil vinna lögð í þetta fyrir,“ segir Alfreð. Rúrik hafi ekki sett inn mynd á Instagram í tvo til þrjá daga eftir leikinn. „Það eru fleiri fylgjendur sem þarf að sinna núna, leggja enn meiri vinnu í þetta,“ segir Alfreð og grínast. Greinilegt að landsliðsmennirnir hafa gaman af þessari nýju frægð Rúriks. Alfreð segir þetta skemmtilegt og dreifi athyglinni. „Ég get sagt ykkur að honum leiðist þetta ekkert.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. A documentary film about our World Cup adventure is being filmed. This evening it was my turn to tell a few stories and talk about my experience so far #FyrirIsland #FIFAWorldCup #Documentary #Interview #Iceland A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 19, 2018 at 2:14pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Á bak við tjöldin hjá landsliðinu með Þorgrími Þráins Þúsundþjalasmiðurinn kann svo sannarlega að taka flottar myndir. 19. júní 2018 14:32 Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, hetjurnar úr 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Eftir spurningar sem sneru að Nígeríuleiknum fóru spurningarnar á persónulegra stig. Meðal annars um nýlega frægð Rúriks Gíslasonar. „Rúrik er loksins að fá þá viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Hannes Þór og uppskar mikinn hlátur meðal blaðamanna í tjaldinu.Létt var yfir Alfreð og Hannesi á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm„Þetta er náttúrulega bara fyndið og léttmeti í hópnum, skemmtilegt fyrir hann og við hlæjum að þessu,“ segir Alfreð. Það hafi verið skrýtið inni í klefa eftir Argentínuleikinn þegar Rúrik kíkti á Instagram. Hann hafi aukið fylgjendafjöldann afar mikið og menn ekki áttað sig á því hvað væri í gangi. „Ég veit ekki hvað var í gangi í Suður-Ameríku,“ segir Alfreð. „En þetta er mjög jákvætt fyrir hann og hans markaðsvirði er að aukast.“Rúrik hefur verið lengi á Instagram, birt flottar myndir af sér en viðbrögðin núna eru ótrúleg. „Það var nú mikil vinna lögð í þetta fyrir,“ segir Alfreð. Rúrik hafi ekki sett inn mynd á Instagram í tvo til þrjá daga eftir leikinn. „Það eru fleiri fylgjendur sem þarf að sinna núna, leggja enn meiri vinnu í þetta,“ segir Alfreð og grínast. Greinilegt að landsliðsmennirnir hafa gaman af þessari nýju frægð Rúriks. Alfreð segir þetta skemmtilegt og dreifi athyglinni. „Ég get sagt ykkur að honum leiðist þetta ekkert.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. A documentary film about our World Cup adventure is being filmed. This evening it was my turn to tell a few stories and talk about my experience so far #FyrirIsland #FIFAWorldCup #Documentary #Interview #Iceland A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 19, 2018 at 2:14pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Á bak við tjöldin hjá landsliðinu með Þorgrími Þráins Þúsundþjalasmiðurinn kann svo sannarlega að taka flottar myndir. 19. júní 2018 14:32 Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10
Á bak við tjöldin hjá landsliðinu með Þorgrími Þráins Þúsundþjalasmiðurinn kann svo sannarlega að taka flottar myndir. 19. júní 2018 14:32
Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30