Krísufundur hjá heimsmeisturunum eftir fyrsta leik Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. júní 2018 15:30 Neuer mætti 50 mínútum of seint á blaðamannafundinn vísir/getty Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar HM í Rússlandi var líklega tap Þjóðverja gegn Mexíkó. Heimsmeistararnir áttu engin svör gegn sprækum Mexíkóum sem unnu sanngjarnan 1-0 sigur. Manuel Neuer er fyrirliði Þjóðverja og hefur þurft að svara fyrir frammistöðu liðsins undanfarna daga. „Mexíkó skapaði vandræði fyrir okkur og við vorum ekki með svörin við þeim. Þetta á að vekja okkur.“ „Ég hef aldrei upplifað jafn góð samskipti í landsliðinu og eftir tapið gegn Mexíkó. Það boðar gott. Leikmenn vilja taka ábyrgð og við ætlum ekki að lenda í þessu aftur. Við nálgumst næstu leiki með jákvætt hugarfar og trúum því að við getum komist í 16-liða úrslit,“ sagði Neuer. Neuer mætti 50 mínútum of seint á blaðamannafundinn og baðst afsökunar á því við blaðamenn. Ástæðan fyrir seinkuninni var sú að leikmenn eyddu löngum tíma eftir æfingu liðsins til að fara yfir málin. „Það var langur liðsfundur og ég biðst afsökunar á að hafa mætt svona seint. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur. Við erum ósáttir við okkur sjálfa og vonsviknir að hafa ekki leikið betur.“ „Við vorum að ræða það hvernig við verndum vörnina okkar og skort á sjálfstrausti í liðinu. Ég get ekki útskýrt það nánar,“ sagði Neuer þegar blaðamenn spurðu um efni liðsfundarins. Jafnframt tók Neuer skýrt fram að ekkert ósætti væri innan leikmannahópsins en orðrómar þess efnis höfðu verið á sveimi í aðdraganda keppninnar. Næsti leikur Þjóðverja er næstkomandi laugardag þegar þeir mæta Svíum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar HM í Rússlandi var líklega tap Þjóðverja gegn Mexíkó. Heimsmeistararnir áttu engin svör gegn sprækum Mexíkóum sem unnu sanngjarnan 1-0 sigur. Manuel Neuer er fyrirliði Þjóðverja og hefur þurft að svara fyrir frammistöðu liðsins undanfarna daga. „Mexíkó skapaði vandræði fyrir okkur og við vorum ekki með svörin við þeim. Þetta á að vekja okkur.“ „Ég hef aldrei upplifað jafn góð samskipti í landsliðinu og eftir tapið gegn Mexíkó. Það boðar gott. Leikmenn vilja taka ábyrgð og við ætlum ekki að lenda í þessu aftur. Við nálgumst næstu leiki með jákvætt hugarfar og trúum því að við getum komist í 16-liða úrslit,“ sagði Neuer. Neuer mætti 50 mínútum of seint á blaðamannafundinn og baðst afsökunar á því við blaðamenn. Ástæðan fyrir seinkuninni var sú að leikmenn eyddu löngum tíma eftir æfingu liðsins til að fara yfir málin. „Það var langur liðsfundur og ég biðst afsökunar á að hafa mætt svona seint. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur. Við erum ósáttir við okkur sjálfa og vonsviknir að hafa ekki leikið betur.“ „Við vorum að ræða það hvernig við verndum vörnina okkar og skort á sjálfstrausti í liðinu. Ég get ekki útskýrt það nánar,“ sagði Neuer þegar blaðamenn spurðu um efni liðsfundarins. Jafnframt tók Neuer skýrt fram að ekkert ósætti væri innan leikmannahópsins en orðrómar þess efnis höfðu verið á sveimi í aðdraganda keppninnar. Næsti leikur Þjóðverja er næstkomandi laugardag þegar þeir mæta Svíum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn