Hannes stoltur af ferðalaginu en pælir ekkert í stærri klúbbum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson var í góðum gír á blaðamannafundi landsliðsins í morgun. Vísir/Vilhelm Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00