Dönsku landsliðsmennirnir söfnuðu saman fyrir einkaflugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2018 10:00 Jonas Knudsen, nýjasti pabbinn í danska landsliðinu, fékk flotta feðragjöf frá liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira