Jón Steinar sýknaður í meiðyrðamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:06 Jón Steinar í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00
Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30