Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 14:47 Rohr var hress á fundinum. vísir/getty Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira